Heimsókn úr Arnardal

29. nóv. 2007

Í gær komu börn frá Arnardal í heimsókn í Rauðakrosshúsið til að skoða sjúkrabíla. Þessi börn eru úr sérdeild Brekkubæjarskóla.

Sjúkraflutningmennirnir Gísli og Óli sýndu þeim sjúkrabílana og höfðu þau mjög gaman af því. Þegar börnin voru búin að skoða þá keyrðu sjúkraflutningsmenn þau aftur í Arnardal í sjúkrabíl.