Byggjum betra samfélag í Útvarpi Akranes

4. des. 2007

Föstudaginn 30. nóvember var hópur sjálfboðaliða hjá Akranesdeild Rauða krossins með þátt í Útvarpi Akranes undir yfirskriftinni Byggjum betra samfélag.

Það er Sundfélag Akraness sem stendur að útvarpsútsendingum fyrstu helgina í desember ár hvert og hefur skapst mikil hefð í kringum útsendingunaog hlustun er mikil, enda má segja að Skagamenn hefji jólaundirbúninginn með útvarpinu.  

Um þáttinn sáu sjálfobðaliðar úr Fimmtudagshópnum sem skipaður er örykjum sem hittast á fimmtudagsmorgnum í Rauða kross húsinu.

Hópurinn hefur ráðist í ýmis verkefni undir kjörorðunum Byggjum betra Samfélag og var útvarpsþátturinn liður í því. Þetta er þriðja árið í röð sem sjálfboðaliðarnir taka að sér dagskrárgerð í Útvarpi Akranes. Þess má til gamans geta að fyrsta árið var þátturinn 30 mínútur. Í fyrra hafði hópurinn 60 mínútur til umráða en í ár víluðu sjálfboðaliðarnir það ekkert fyrir sér að halda úti 90 mínútna spjallþætti og spila efni sem tekið var upp fyrr í vikunni einsog sjóuðu dagskrárgerðarfólki sæmir.

Sjálfboðaliðar frá fjórum löndum að spjalli um hefðir jólanna: Krystyna frá Póllandi, Erlingur Birgir frá Íslandi, María frá Ungverjalandi og Uche frá Nígeríu.
Í þættinum var fjallað vítt og breytt um Rauða krossinn og þá hugmyndafræði sem hann starfar eftir. Helga Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs RKÍ og Anna Lára Steindal, verkefnastjóri Akranesdeildarinnar komu í viðtal. Sveinborg L. Kristjánsdóttir sviðsstjóri Fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar sagði frá nýju úrræði fyrir örykja sem tekið verður í notkun í byrjun næsta árs á Akranesi og sex sjáflboðaliðar deildarinnar sögðu stuttlega frá störfum sínum fyrir Rauða krossinn. Í lok þáttar settust svo fjórir sjálfboðaliðar frá fjórum löndum, Póllandi, Íslandi, Ungverjalandi og Nígeríu, við hljóðnemann og fjölluðu um fjölbreytta jóalsiði og fleira skemmtilegt.

Þátturinn lukkaðist vel og vakti mikla athygli á starfi Rauða krossins á Akranesi. Miðað við hversu mjög dagskrárgerðarfólkið hefur verið vaxandi í verkum sínum undanfarin ár verður forvitnilegt að sjá hvað þau gera í Útvarpi Akranes árið 2008.