Góðir jólagestir í Rauða kross húsinu

7. des. 2007

Á aðventunni er mikið um að vera hjá Rauða krossinum á Akranesi og mikið líf í Rauða kross húsinu. Sú skemmtilega hefð hefur komist á að í desember streyma leik- og grunnskólabörn  í heimsókn með jólaskraut sem  þau hafa búið til í pokahorninu. Þau skreyta svo húsið hátt og lágt og þiggja  kakó, piparkökur og mandarínur. Einnig fá þau fræðslu um Rauða krossinn og í ár var Hjálpfús með í partýinu á breiðtjaldi. Krakkarnir eru svo leyst út með smá glaðningi þegar þau snúa aftur í skólann, í ár fá þau öll reglustiku, sem merkt er Rauða krossinum , í þakklætisskini fyrir þeirra framlag til verkefna deildarinnar.

Rauði krossinn á Akranesi þakkar krökkunum kærlega fyrir og hvetur um leið sem flesta til þess að koma í Rauða kross húsið, taka þátt í jólaverkefnum og skoða hvað húsið er fallega skreytt.
Börn á Miðteig í Leikskólanum Teigaseli komi í morgun með ýmislegt fallegt til að skreyta með, meðal annars bjöllur á jólatréð, myndir á veggina og jólatré.