Sýnileg á degi sjálfboðaliðans

5. des. 2007

Sjálfboðaliðar hjá Akranesdeild Rauða krossins tóku sig saman og mættu kyrfilega merktir til vinnu og annarra daglegra starfa á degi sjálfboðaliðans, 5. desember. Þannig mátti sjá fólk í bolum sem á stendur „Ég er sjálfboðaliði” í skólum, á bæjarskrifstofunni, í Fjöliðjunni, á Alþingi, á Fréttablaðinu, í þreksalnum og víðar.

Framtakið vakti heilmikla athygli á störfum sjálfboðaliðanna og um leið verkefnum deildarinnar í  þágu mannúðar. 

Hjá Arkanesdeildinni starfa um 50 virkir sjálfboðaliðar að fjölbreyttum, reglubundnum verkefnum. Þá eru ótaldir allir þeir sem taka þátt í átaksverkefnum á borð við Göngum til góðs, vinna að neyðarvörnum, allur sá fjöldi tombólubarna sem safnar fé til styrktar félaginu og stór hópur barna sem kemur mjög við sögu í jólaverkefnum deildarinnar.

 Arnar Freyr Sigurðsson í Grundaskóla.
 Sigurður Arnar Sigurðsson og Borghildur Jósúadóttir í Grundaskóla.
 
 Heiðrún Janusardóttir á fundi með forstöðumönnum stofnana Akraneskaupstaðar í bæjarþingsalnum.
Sveinn Kristinsson formaður deildarinnar við vinnu í Orkuveitunni.
Miðað við athyglina sem hinir sýnilegu sjálfboðaliðar vöktu þann 5. desember kæmi ekki á óvart þó nokkuð ætti eftir að fjölga í hópnum á næstu vikum.