Jólin, jólin

11. des. 2007

Rauða kross húsið á Akranesi er aldeildis komið í jólabúning, en í morgun kom stór hópur barna með alskonar fallega hluti í farteskinu.

6. bekkur í Grundaskóla kom með fallegar stjörnur sem þau föndruðu að pólskum sið, en það var nemandi af pólskum uppruna í skólanum sem kenndi þeim réttu tökin. Þetta var einmitt það sem vantaði til þess að setja á toppinn á jólatrénu. Þau komu líka með myndir og kramarhús og fleira fallegt.

Elsta deild í Skátaseli kom líka færandi hendi með fallegt gluggaskraut, jólasveina úr tré og kertastjaka svo eitthvað sé nefnt.

Öll kíktu krakkarnir á Hjálpfús og sungnir voru nokkrir jólasöngvar, svona til að skapa enn meiri jólastemningu. Öll voru krakkarnir leyst út má smágjöf, reglustiku eða blýanti merktum Rauða krossinum, þegar þau fóru.

Krakkarnir í Skátaseli komu með gluggaskraut og fleiri fallega hluti.
Rauði krossinn á Akranesi þakkar krökkunum kærlega fyrir heimsóknina og þeirra góðu gjafir. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til þess að koma og skoða hvað Rauða kross húsið er jólalegt og fínt – enda sjón sögu ríkari.