Jólakaffi heimsóknavina

11. des. 2007

Á hverju ári hittast heimsóknavinir á Akranesi og eiga saman jólastund á aðventunni. Að þessu sinni hittist hópurinn ásamt formanni, hluta stjórnar og starfsfólki í Garðakaffi á Safnasvæðinu að Görðum. Boðið var upp á kaffi og kakó, kleinur og kökur. Formaður deildarinnar, Sveinn Kristinsson, ávarpaði hópinn og þakkaði sjálfboðaliðunum þeirra frábæru störf. Heimsóknavinir Akranesdeildarinnar hafa margir hverjir starfað sem sjálfboðaliðar að því að létta sjúku og einmana fólki lífið í yfir þrjátíu ár og slíka tryggð og trúmennsku ber að virða og þakka.

Þá gerði verkefnastjóri deildarinnar, Anna Lára Steindal, grein fyrir þeim fjölmörgu verkefnum sem hæst bera i í desember.Sólveig Reynisdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Hörður Sumarliðason.
Valdís Guðnadóttir, Erla Guðmundsdóttir, Sesselja Helgadóttir, Guðrún Finnbogadóttir og Steinunn Kolbeinsdóttir.