Með kærleikskveðju

12. des. 2007

Hópur sjálfboðaliða á Akranesi kom saman seinni partinn í gær til þess að föndra jólakort sem send verða þeim sem búa við einsemd og einangrun fyrir jólin. Kortin eru öll unnin úr myndum af mjólkurfernum, servíettum eða gömlum jólakortum. Sumir teiknuðu líka fallega mynd á krotin. Það má því segja að jólkortin í ár hjá Rauða krossinum á Akranesi séu endurunnin og umhverfisvæn.

Þetta var ákaflega notaleg samverustund, boðið var upp á kaffi og piparkökur, jólalögin ómuðu og allir lögðu sig fram við að búa til falleg kort sem gleðja.

Einsog fyrr segir verða kortin send þeim sem búa við einsemd og einangrun, en félagsþjónustan, heilsugæslan, presturinn á Akranesi auk heimskóknarvina benda á aðila sem gætu glaðst við slíka kveðju. Á síðasta ári voru send rúmlega fimmtíu kort og reiknað er með að svipaður fjöldi verði sendur í ár.