Ungmennastarf í burðarliðum

17. jan. 2008

Ungum sjálfboðaliðum hefur fjölgað mikið á Akranesi síðustu misserin. Í Fjölbrautaskóla Vesturlands er boðið upp á áfanga í sjálfboðastarfi sem Rauði krossinn á Akranesi sér alfarið um. 7 – 9 nemendur sinna að jafnaði sjálfboðastörfum á þessum forsendum. Nú er auk þess unnið að því að koma af stað hóp ungliða á aldrinum 13 – 15 ára. Hópur áhugasamra leiðbeinanda hittist á vinnufundi fyrir skemmstu og stefnt er á að hefja kynningu í grunnskólum á Akranesi á næstunni.
Þá er skyndihjálparhópur einnig í burðarliðum og mun hann að líkindum starfa í samvinnu við Björgunarfélag Akraness.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum verkefnum geta haft samband á skrifstofu Rauða krossins á Akranesi í síma 431 2270 eða á netfangið steindal@redcross.is