Sjúkra- og heimsóknarvinir á námskeiði í sálrænum stuðningi

13. feb. 2008

Laugardaginn 9. febrúar sóttu sjúkra- og heimsóknarvinir hjá Akranesdeild Rauða krossins námskeið í sálrænum stuðningi. Leiðbeinendur voru Jón Jóhannsson, djákni, og Guðrún K. Þórsdóttir, djákni og sálfræðingur.

Á námskeiðinu var fjallað um sálrænan stuðning almennt, rætt um Alzheimer sjúkdóminn – einkenni og viðbrögð við þeim, handleiðslu fyrir heimsóknarvini og fleira sem tengist starfi sjáflboðaliða í heimsóknarþjónustu.

Sjúkra- og heimsóknarvinahópur Akranesdeildarinnar er elsti strafandi sjálfboðaliðahópur í heimsóknarþjónustu, en hann var stofnaður af Þóru Einarsdóttur, sem jafnan er kennd við Vernd, árið 1974.