Gestir frá Gambíu

19. feb. 2008

Um þessar mundir eru staddir á Íslandi tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu, þeir Alien og Alagier. Þeir hafa verið að kynna sér störf Rauða krossins á Íslandi og kynna það starf sem fram fer á vegum Rauða krossins í Gambíu og fræða Íslendinga um land sitt og þjóð.

Alien og Alagier heimsóttu Akranesdeild Rauða krossins í vikunni og fóru m.a. í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Fyrst hittu þeir nemendur í lífsleikni, fluttu fyrirlestur um störf gambíska Rauða krossins og sýndu fræðslumynd um lífið og fólkið í Gambíu. Að því loknu fóru þeir í kynnisferð um skólann í fylgd Atla Harðarsonar aðstoðarskólameistara.

Eftir heimsóknina í FVA heimsóttu þeir söfnin á Safnasvæðinu að Görðum í boði safnstjóra, Jóns Allanssonar, og skelltu sér svo í sund.  Heimsóknin á safnið vakti mikla lukku og höfðu þeir piltar á orði að eftir hana væru þeir um margt fróðari um lífið á Íslandi.

Alien og Alagier fylgjast með verklegu námi nema í rafvirkjun.