Aðalfundur heimsóknavina.

21. feb. 2008

Sjúkra- og heimsóknavinir Akranesdeildarinnar héldu aðalfund sinn 20. febrúar. Á fundinum var tilkynnt að Sveinsína Árnadóttir, sem verið hefur hópstjóri frá því að verkefninu var hrint úr vör árið 1974, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem stjórnandi. Sveinsínu þökkum við kærlega frábær störf undanfarna áratugi og óskum henni velfarnaðar.  

Á næstu vikum verður ráðist í ítarlega kynningu á verkefninu með það að markmiði að fjölga heimsóknavinum. Þeir sem hafa áhuga á því að starfa sem sjálfboðaliði að því að rjúfa félagslega einangrun og auka lífsgæði fólks sem á erfitt er bent á að hafa samband á skrifstofu deildarinnar í síma 431 2270 eða senda tölvupóst á asteindal@redcross.is.

Á fundinum var einnig fjallað um  nýtt verkefni sem sjúkravinir eru að skipuleggja,  en það er að sauma sjúkravesti, ekki ólík þeim sem sjúkraflutningamenn klæðast,  á bangsa sem hafðir verða í sjúkrabílum á Akranesi . Bangsarnir eru gjöf til barna sem þurfa á sjúkraflutningum að halda