Opnir dagar

28. feb. 2008

Þessa vikuna standa yfir Opnir dagar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, en þá leggja nemendur hefðbundið nám á hilluna og takast á við önnur og ólík verkefni.

Rauði krossinn á Akranesi  var með tvö innlegg á opnum dögum.  Anna Lára Steindal fjallaði um Ef bara ég hefði vitað, sálrænan stuðning fyrir ungt fólk á vef Rauða krossins, og kynnti líka verkefnið Hvað viltu vita? sem felst í kynfræðslu og ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 13 – 20 ára. Ráðgjöfin er veitt á msn  (hvadviltuvita@hotmail.com), í tölvupósti (hvadviltuvita@redcross.is) eða í hjálparsímanum 1717.

Fjöldi nemenda hlustaði líka á fyrirlestur Alieu, sjálfboðaliða frá Gambíu, sem fjallaði um verkefni Rauða krossins í Gambíu og lífið í landinu.