SJS hópur fræðist um Gambíu

4. mar. 2008

Á mánudaginn hittust nemendur í SJS áfanga í Fjölbrautaskóla Vesturlands á fræðslufundi í Rauða kross húsinu þar sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæði og fyrrum sjálfboðaliði í Gambíu sagði frá dvöl sinni í Gambíu. Þóra hafði jafnframt meðferðis ýmiss konar skart, fatnað og myndverk frá Gambíu sem spennandi var að skoða.

Skammt er síðan sjálfboðaliðar frá Gambíu, þeir Alieu og Alagier, sóttu Fjölbrautaskólann heim og SJS nemendur hlýddu á erindi þeirra um gambíska Rauða krossinn og lífið í Gambíu. Hópurinn ætti því að vera orðinn margsfróður um lífið í landi þessara vina okkar og Rauða kross félaga í álfunni Afríku.