Nýr svæðisfulltrúi með aðsetur á Akranesi

7. mar. 2008

Í byrjun mars tók til starf nýr svæðisfulltrúi á Vesturlandi. Hann heitir Kristján S. Bjarnason og kemur til starfa á háannatíma, enda tími aðalfunda og mikið um að vera á svæðinu. Kristján mun hafa aðsetur á Akranesi, í Rauða kross húsinu á Þjóðbraut 11. Síminn hjá Kristjáni er 864 6755 og netfangið [email protected].

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Akranesdeildarinnar bjóða Kristján velkominn til starfa.