Vinnufundur um málefni innflytjenda

13. mar. 2008

Mánudaginn 10. mars sl. var haldinn vinnufundur á Landsskrifstofu Rauða krossins, en hann sóttu fulltrúar nokkurra deilda sem vinna verkefni sem snúa að innflytjendum.

Á fundinum var fjallað um áherslu félagsins og málefnum innflytjenda og deildarfólk gerði grein fyrir verkefnum sem eru í gangi vítt og breytt um landið. Þá sagði Paola Caredenas, verkefnisstjóri í málefnum innflytjenda á landsskrifsofu, frá því hvernig það er að vera innflytjandi og studdist í erindi sínu bæði við eigin reynslu og rannsóknir sem gerðar hafa verið.

Það var samdóma álit fundargesta að það væri mjög gagnlegt að koma saman, fræðast um verkefni annarra deilda, miðla reynslu og afla nýrrar þekkingar.