Pólski konsúllinn vísiterar

18. mar. 2008

 Mánudaginn 17. mars heimsótti pólski konsúllinn,Michal Sihorski Akranes og átti gagnlega fundi bæði með íslendingum og löndum sínum. Um miðjan dag var haldinn fundur með starfsfólki Rauða krossins, Sjúkrahússins og heilsugæslunnar, Fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar, Grundaskóla, Vinnumálastofnunar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Þar sagði Micahel m.a. annars frá því að unnið væri að því að stofna Pólskt sendiráð á Íslandi og fjallaði um hvernig sendiráðið, Rauði krossinn og sveitarfélagið gætu unnið saman að ákveðnum málum, svo sem móðurmálskennslu fyrir pólsk börn, bókakaupum og fleiru. Að fundi loknum skoðaði konsúllinn Grundaskóla og Bókasafn Akraness í fylgd Sigurðar Arnars Sigurðssonar, aðstoðarskólastjóra í Grundaskóla. Við það tækifæir færði hann bókasafnininu að gjöf pólskar bækur sem án efa munu nýtast vel.

Síðdegis hélt konsúllinnsvo fund með löndum sínum í Rauða kross húsinu og Rauði krossinn kynnti starf sitt, þjónustu og nýjan vef Akraneskaupstaðar sem er að hluta til á pólsku. Fundurinn var vel sóttur og komu sumir um langan veg til þess að fá afgreiðslu sinna mála. Þörfin á fundum af þessu tagi er greinilega brýn og stefnt er að því að héðan í frá verði þeir haldnir á tveggja mánaða fresti.