Nýr verkefnisstjóri

18. mar. 2008

Um mánaðarmótin hóf Krystyna Jabluzewska störf sem verkefnastjóri innflytjendamála hjá Akranesdeildinni. Krystyna, sem er frá Póllandi, er í hálfu starfi og mun sinna upplýsinga- og ráðgjöf til innflytjenda og vinna að öðrum tilfallandi verkefnum.
Á þeim tíma stutta tíma sem Krystyna hefur starfað fyrir deildina hefur það sýnt sig að þörf fyrir pólskumælandi verkefnastjóra er brýn, enda hefur verið nóg að gera hjá henni frá fyrsta degi.