Hugmynd sem óx

26. mar. 2008

Í morgun heimsótti hópur barna í 5. og 6.bekk í Grundaskóla Rauða krossinn á Akranesi og fékk fræðslu um starfsemi félagsins. Heimsóknin var liður í valáfanga sem fjallar um mannúðarstörf og skyndihjálp.

Krakkarnir byrjuðu á því að horfa á Sagan að baki hugmyndir, sem segir frá því hvernig Henry Dunant fékk hugmyndina að stofnun Rauða krossins og hrinti henni í framkvæmd. Voru krakkarnir sammála um að það væri mjög hvetjandi til góðra verka að átta sig á því hversu miklu Dunant kom til leiðar með því að fylgja mannúðarhugsjón sinni eftir.  Þegar sýningu myndarinnar lauk var fjallað um verkefni Rauða krossins á  Akranesi og spjallað vítt og breytt um mannúðarstarf, fordóma og  hvernig krakkar geta hjálpað þeim sem eiga um sárt að binda