Skátar fræðast um Rauða krossinn

28. mar. 2008

Í gærkvöldi kom hópur skáta úr Skátafélagi Akraness í Rauða kross húsið og fékk fræðslu um félagið og störf þess að mannúðarmálum. Farið var yfir sögu og markmið Rauða kross hreyfingarinnar og sérstaklega vikið að verkefnum Akranesdeildarinnar með ungu fólki og innflytjendum.