Fjölmennt Börn og umhverfi námskeið

3. apr. 2008

Fjölmennur hópur er nú á námskeiðinu Börn og umhverfi sem hófst hjá Akranesdeildinni í gær. Fullt er á námskeiðið sem stendur, 2., 3., og 5. apríl.
Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Sérstök áhersla er lögð á skyndihjálp og slysavarnir. Einnig fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jóhanna Ólafsdóttir, hjúrkrunarfræðingur og leiðbeinandi í skyndihjálp, og Friðbjörg Sigvaldadóttir leikskólakennari.

Þegar er kominn biðlisti á annað námskeið sem stefnt er á að halda innan tíðar. Áhugasamir geta skráð sig á steindal@redcross.is eða akranes@redcross.is eða í síma 431 2270.