Hádegisfundur SJS hóps

9. apr. 2008

6 nemendur í FVA hafa á vorönn sinnt sjálfboðnum störfum á vegum Rauða krossins á Akranesi og fengið einingu fyrir. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga, til dæmis hafa þau unnið með Fjörfiskum, fötluðum börnum sem stunda tómstundastarf í félagsmiðstöðinni Arnardal, kynnt Rauða krossinn fyrir nemendum á unglingastig í grunnskkólunum, tekið þátt í verkefnum sem tengjast Fjölbrautaskólanum og fleira.
Hluti sjáfboðaliðanna hittist á hádegisfundi í dag, en slíkir fundir hafa verið haldnir reglulega til þess að fræðast og hafa gaman. Á fundinum nú  var m.a. rætt hvernig gengið hefur í vetur, hvaða verkefni hafa skilað árangri og hver þarf að útfæra betur.
Fundurinn í dag var sá síðasti í vetur, en stefnan tekin á að hittast fersk eftir sumarið þegar skóli hefst á ný í ágúst.