Rauði krossinn bregst við strætóslysi

9. apr. 2008

Krystyna Jabluszewska, pólskur verkefnisstjóri Akranesdeildarinnar var kölluð út á Sjúkrahús Akraness um klukkan níu í morgun þegar átta farþegar af pólskum uppruna - sem lentu í umverðarhóppi í Akranesstrætó – voru fluttir á sjúkrahúsið til aðhlynningar. Krystyna veitti sálrænan stuðning og túlkaði í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk.
Málsatvik eru þau að rétt upp úr klukkan sjö í morgun skall Akranesstrætó á vörubíl með tengivagn í mikill hálku skammt norðan Grundahverfis á Kjalarnesi. Tæplega fjörutíu farþegar voru í vagninum og slasaðist enginn þeirra alvarlega. Nokkuð var þó um minniháttar meiðsl og einsog fyrr greinir voru átta farþegar af pólskum uppruna fluttir til aðhlynningar á Sjúkrahúsi Akraness. Þeir sem hluti alvarlegri áverka voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík, t.a. mynda bílstjrói strætisvagnsins sem fótbrotnaði. Ökumann vörubílsins sakaði ekki.