Annað Börn og umhverfi námskeið

14. apr. 2008

Nú stendur sem hæst seinna Börn og umhverfi námskeiðið sem Akranesdeildin heldur. Um þrjátíu ungmenni á bilinu tólf til fjórtán ára hafa sótt námskeiðið í ár og undirbúið sig þannig undir barnagæslu í sumar.
Leiðbeinendur eru sem endranær Jóhanna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og skyndihjálparleiðbeinandi, og Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, leikskólakennari.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og farið er yfir þroska ungra barna, hollustuhætti og heilbrigði.
Einsog myndin ber með sér er áhugi þátttakenda á viðfangsefninu mikill, enda mjög mikilvægt.