Spilað á Höfða

25. apr. 2008

Að kvöldi sumardagsins fyrsta efndu Sjúkravinir til spilavistar á Höfða í síðasta sinn á þessum vetri.
Undanfarin ár hafa Sjúkravinir staðið fyrir spilavist síðasta fimmtudag í mánuði á dvalarheimilinu Höfða og eru spilakvöldin fastur liður í tilveru margra sem þar búa. Einsog sjá má á meðfylgjandi mynd var fjölmennt á spilakvöldinu, enda ekki amalegt að fagna sumri með þessum hætti í góðum félagsskap. Í haust verður svo tekið til við spilamennskuna á ný.