3. bekkur í Grundaskóla fær hjálmagjöf

28. apr. 2008

Í dag komu krakkar í 3. Bekk í Grundaskóla í heimsókn og Rauða kross húsið  og fengu að gjöf reiðhjólahjálma. Börnin komu gangnandi í blíðskaparveðri með Sigurði Þór Elíssyni, umferðarfræðslu fullturá Gundaskóla sem er móðurskóli um umferðafræðslu í landinu. Áratuga hefð er fyrir  því hjá Akranesdeildinni að gefa börnum í 3. bekk reiðhjólahjálma á vorin og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að nota þá undantekningarlaust.
Krakkarnir voru ákaflega ánægð með hjálmana sína og staðráðin í því að nota þá vel og eiga slysalaust hjólasumar.