Samvinna deilda

29. apr. 2008

Í gærkvöldi hittust fulltrúar Akranesdeildar og Borgarfjarðardeildar til skrafs og ráðagerða í RK-húsinu á Akranesi. Tilgangur fundarins var fyrst og fremst að skoða vel alla möguleika á því að efla samstarf og samvinnu deildanna að þeim verkefnum sem þær eiga sameiginileg. Þannig var til dæmis ákveðið að gera tilraun með að samkeyra námskeið og ýmiskonar fræðslu fyrir sjálfboðaliða, enda ekki langt á  milli Akraness og Borgarness.
Þá var einnig ákveðið að vinna sameiginlega að því, í samstarfi við framhaldsskóla á svæðinu, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, V innumálastofnun og fleiri aðila, að sækja um fjármagn í sjóð sem ætlaður er til þess að fjármagna verkefni sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar í sjávarútvegi.  Þau verkefni sem sótt verður um fjármagn til snúa annars vegar að innflytjendum og hins vegar  að þeim sem þurfa á atvinnulegri endurhæfingu að ræða og gætu nýtt sér endurhæfingarklúbbinn sem nýlega tók til starfa. Klúbburinn er staðsettur á Akranesi en er ætlað að þjóna öllu Vesturlandi. Svæðissjóður styrkir klúbbinn  með árlegu framlagi.