Fjörfiskar bregða á leik

29. apr. 2008

Í dag var slegið upp veislu í Rauða kross húsinu þegar Fjörfiskarnir, eldri börnin úr sérdeild Brekkubæjarskóla sem stunda frístundastarf í félagsmiðstöinni Þoprinu, kíktu í heimsókn. Sjálfboðaliðar úr heimsóknarþjónustu sáu um að baka vöfflur og hella upp á kakó síðan, einsog venja er í þessum hóp var mikið spjallað og sprellað, enda annálaðir grínarar meðal gesta.
Þetta var síðasta samverustund Rauða kross fólks og Fjörfiska fyrir sumarið, en í haust verður örugglega slegið upp nýrri veislu.