Pólski ræðismaðurinn í Borgarnesi

21. maí 2008

Pólski ræðismaðurinn, Michal Sikorski kom í Borgarnes á dögunum og átti fund með bæði löndum sínum og Íslendingum.

Michal ræddi við stjórn Borgarfjarðardeildar Rauða krossins, skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi, formann Margmenningarfélags Borgarfjarðar, aðstoðarskólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar, námsráðgjafa frá Borgarbyggð, yfirlögreglustjórann í Borgarnesi og hluta af sveitastjórn Borgarbyggðar. Það var ánægjulegt að sjá að margir fulltrúar stofnana í sveitarfélaginu létu sig málið varða og mættu til fundar.

Michal sagði frá því í upphafi að það væri ekki tilviljun að hann væri í þessu starfi, hann hefði á unga aldri fengið áhuga á Íslandi, þekkti vel til lands og þjóðar og hefði skrifað margar greinar um Ísland í pólsk blöð. Hann starfar nú sem ræðismaður Póllands á Íslandi en var áður í Noregi. Michal greindi frá því að á árum áður var hér pólskt sendiráð, en kommúnistastjórnin lagði það niður og vonir standa til að það verði opnað aftur.

Michal ræddi möguleikann á því að ráða pólskan kennara í samvinnu við Akranesskaupsstað til að sinna móðurmálskennslu pólskra barna á grunnskólaaldri, samskipti milli skóla á Íslandi og Póllandi og aukin samskipti milli landanna tveggja.  Hann sagði frá því að pólskur leikflokkur hefði áhuga á að koma til Íslands í haust og kemur hann þá að öllum líkindum í Borgarnes. Það er gamansamur Kabarett sem þeir flytja.

Hann talaði um hugsanlega milligöngu hans í ýmsum málefnum. Hann lagði áherslu á að það þarf að skapa jákvæða ímynd af pólsku fólki á Íslandi, því eins og við vitum þá eru flestallir til fyrirmyndar í alla staði en því miður draga fjölmiðlar oft upp neikvæða hlið af útlendingum og skapar þá kannski einn slæma ímynd af heila hópnum.

Seinni hluti fundar fór í að ræða við landa sína. Margir spurningar voru lagðar fyrir ræðismanninn, meðal annars um möguleikann á því að ráða pólskan kennara í samvinnu við Akranesskaupsstað til að sinna móðurmálskennslu pólskra barna á grunnskólaaldri, samskipti milli skóla á Íslandi og Póllandi og aukin samskipti milli landanna tveggja.

Þetta var góður fundur í alla staði og vonandi getum við fengið pólska ræðismanninn aftur á fund til okkar.
 
Dnia 8 maja 2008 roku w Borgarnes, odby³o siê spotkanie miejscowej Polonii z Konsulem RP, panem Micha³em Sikorskim.
     W organizacji spotkania pomóg³ Czerwony Krzy¿ oraz stowarzyszenie pomagaj¹ce obcokrajowcom, które prowadzi Gudrun Vala Elisdottir.
     Poruszono szereg tematów zwi¹zanych z pobytem polskich emigrantów na Islandii, takich jak np. podatki, edukacja, rozrywka oraz wszelkie inne prawa i obowi¹zki.
     Polski Konsul spotka³ siê równie¿ z przedstawicielami miasta Borgarnes; burmistrzem, komendantem policji, dyrektorem szko³y i radnymi.
     Ofiarowa³ bibliotece miejskiej i szkolnej zbiory ksi¹¿ek, zarówno rozrywkowych jak i edukacyjnych.
     Spotkanie przebieg³o w bardzo mi³ej atmosferze. Czerwony Krzy¿ zapewni³ nie tylko miejsce, ale równie¿ napoje i smaczne przek¹ski, co nie by³o bez znaczenia, gdy¿ spotkanie odby³o siê wieczorem po ca³ym dniu pracy.
     Konsul wyjecha³ usatysfakcjonowany ze spotkania i obieca³ dalsz¹ wspó³pracê.