Skátarnir fjórir héldu tombólu

26. maí 2008

Skátarnir fjórir, Brynjar Mar, Arnar Freyr, Hinkrik Freyr og Patrekur héldu á dögunum tombólu til styrktar Rauða krossinum á Akranesi og söfnuðu 4000 krónum. Þeir skruppu af skátafundi í dag og afhentu söfnunarféð. Rauði krossinn kann þeim félögum bestu þakkir fyrir framtakið.