Skemmtileg heimsókn

13. jún. 2008

Á vorin taka sjálfboðaliðar Rauða krossins sig margir til og enda vetrarstarfið með skemmtireisum og nota um leið tækifærið til þess að kynna sér það sem aðrir sjálfboðaliðar eru að gera í öðrum deildum. Heimsóknarvinir í Kópavogu fóru í eina slíka reisu í liðinni viku og skruppu á Akranes.

Á Akranesi tók á móti þeim hópur heimsóknarvina hjá Akranesdeildinni ásamt starfsfólki deildarinnar og fjallað var stuttlega um starfsemi Rauða krossins á Akranesi. Síðan  var haldið á Safnasvæðið að Görðum þar sem gestir skoðuðu Byggðasafnið, Steinasafnið, Íþróttasafnið og Safn Landmælinga Íslands.

Að því loknu var boðið upp á léttan kvöldverð og fólki gafst kostur á því að spjalla saman, enda alltaf skemmtilegt að hitta fólk sem vinnur að sömu verkefnum og maður sjálfur.

Heimsóknin var í alla staði vel lukkuð og aldrei að vita nema heimsóknarvinir á Akranesi endurgjaldi heimsóknina að ári.