Jólagjafasöfnun

27. nóv. 2008

 

Jólagjafir
 
Tekið verður á móti jólagjöfum handa börnum úr efnalitlum fjölskyldum í Skrúðgarðinum, kaffihúsinu við Kirkjubraut.
Gjöfunum er safnað undir tré sem stendur uppi á kaffihúsinu á aðventunni.
Verkefnið er unnið í samvinnu Rauða krossins á Akranesi og Skrúðgarðsins
 
Þeir sem luma á vel með förnum leikföngum sem enginn leikur sér með lengur eru hvattir til þess að pakka þeim inn og merkja dreng eða telpu á aldrinum 1 – 3 ára, 4 – 6 ára, 7 – 9 ára eða 10 – 12 ára.