Litlu jólin hjá foreldramorgnum

12. des. 2008

Haldin voru litlu jól meðal mæðra sem mæta í foreldramorgna á miðvikudögum hjá Borgarfjarðardeild Rauða krossins. Þar áttu mæður og börn þeirra notalega stund saman. Léttar jólaveitingar voru í boði og yngsta kynslóðin skiptist á pökkum og vakti það mikla lukku meðal þeirra. Það var mjög vel mætt og allir fóru ánægðir heim eftir góða stund saman.

Næsti foreldramorgunn verður miðvikudaginn 17. desember klukkan 10:00 í húsnæði Rauða krossins að Borgarbraut 4 í Borgarnesi. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta. Eftir það verður jólafrí en áætlað er að hittast aftur á nýju ári eða þann 7. janúar.