Hjálpfús á ferð og flugi

8. jan. 2009

Hjálpfús gerir víðreist um Akranes þessa dagana, en hann stefnir á að hafa heimsótt alla fjóra leikskólana í bænum í næstu viku. Í morgun bankaði hann upp á í leikskólanum Garðaseli, heimsótti krakkana og færði leikskólanum að gjöf mynddisk sem inniheldur þættina um Hjálpfús sem sýndir hafa verið í Stundinni okkar og sjöundu sögustundina sem efna má til með aðstoð fingrabúðunnar Hjálpfúss, sem leikskólunum var gefin fyrir nokkrum árum.

Krakkarnir í Garðaseli tóku fagnandi á móti Hjálpfúsi og voru mjög fróð um Rauða krossinn, enda höfðu sum þeirra haldið tombólu eða staðið fyrir annars konar fjáröflun fyrir félagið. Á meðfylgjandi myn eru þau Ármann Ingi, Brynhildur Helga og Kristín Vala, sem öll eru á deildinni Holti, með sjálfan Hjálpfú, húsið hans og mynddiskinn.