Skvísuleg heimsókn

10. mar. 2009

Í morgun fékk Rauði krossinn á Akranesi fékk góða heimsókn  þegar hópur af pólskum konum sem er á íslenskunámskeiði í Jafnréttihúsi kíktu í kaffi og fékk kynningu á verkefnum deilarinnar með innflytjendum og Félagi nýrra Íslendinga, sem starfar í nánum tengslum við Rauða krossinn á Akranesi.
Allar höfðu dömurnar áhuga á því að koma til starfa með deildinni og vinna að því að byggja upp verkefni og virkniprógram fyrir atvinnulausa innflytjendur á Skaga. Fyrstu tvö verkefnin á dagskrá eru að koma á námskeiði fyri rhópinn í arabískri matargerð og að skipuleggja skvísupartý fyrir konur af íslenskum og erlendunm uppruna í bland sem haldið verðu laguardaginn 4. mars.  Öllum skvísum er bent á að taka daginn frá því partýið er öllum konum opið.