Fjöldahjálparstjóranámskeið á Reykhólum

21. apr. 2009

Haldið var námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra í Grunnskólanum á Reykhólum um síðustu mánaðarmót og sóttu það níu manns. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum um ýmis mál tengdum fjöldahjálp og verklegum æfingum.

Grunnskólinn á Reykhólum er í almannavarnaáætlun skilgreindur sem fjöldahjálparstöð ef til neyðarástands kemur í nágrenni Reykhóla. Fjöldahjálparstöðvar eru á flestum stöðum á landinu í skólum og var því mikils virði að starfsmenn grunnskólans sóttu námskeiðið. Yfirleitt eru starfsmenn skóla þeir fyrstu sem kallaðir eru á vettvang ef opna þarf fjöldahjálparstöð. Alls eru rúmlega 160 fjöldahjálparstöðvar staðsettar víðs vegar um landið.


 

Þátttakendur námskeiðsins.
Matchboxbílaæfingin sívinsæla, þar sem settur er upp ímyndaður slysavettvangur og þátttakendur spreyta sig í hinum ýmsu hlutverkum í vettvangsstjórn og aðgerðarstjórn.
Í lok námskeiðsins settu þátttakendur upp fjöldahjálparstöð í skólanum og fóru yfir búnað sem þarf að vera til staðar.