13. sep. 2013 : 10 ára afmæli Vinaskákfélgsins

Vinaskákfélagið varð 10 ára nú í sumar og var haldið uppá það með veglegu skákmóti í Vin s.l. mánudag, 9. September. Yfir 80 manns komu til að samgleðjast með skákfélaginu sem hefur stuðlað að miklu og góðu starfi í Vin öll þessi ár.

8. feb. 2013 : Athvarfið Vin 20 ára

18. des. 2012 : Aðventufréttir frá Vin

2. mar. 2012 : Vin-Open

26. jan. 2012 : Minningarskákmót í Vin

8. des. 2011 : Jólaskákmót í Vin

29. nóv. 2011 : Jólabasar í Vin

5. okt. 2011 : Fjölskyldu sundrað

7. sep. 2011 : Skemmtilegt afmælismót í Vin

Alþjóðlegi meistarinn Haukur Angantýsson sigraði á afmælismóti Ingibjargar Eddu Birgisdóttur í Vin –athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Mótið var afar hressilegt enda vel skipað og góðir gestir í heimsókn. Skákstjórinn hann Stefán Bergsson varð annar og Hjálmar Sigurvaldason átti flott mót og varð þriðji í mótinu. Ingibjörg hefur verið dugleg að mæta á æfingar og mót í Vin og hún hélt utan um skákina í sumar. Þessi fyrrum Íslandsmeistari kvenna sem er komin aftur eftir langt hlé mun tefla með Selfyssingum í vetur.

Hinn geðþekki borgarfulltrúi Óttarr Proppé setti mótið með nokkrum afar vel völdum orðum og lék fyrsta leikinn fyrir Grétar Sigurólason sem tefldi gegn afmælisbarninu. Það var þó ekki gert fyrr en Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðukona athvarfsins, hafði fært Ingu afmælisgjöf með hlýjum orðum.

2. sep. 2011 : Afmælismót Ingibjargar Eddu í Vin á mánudaginn

Mánudaginn 5. september, klukkan 13:00, heldur Skákfélag Vinjar mót til heiðurs afmælisbarni dagsins, henni Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, sem verður tuttugu og sjö vetra. Inga var rétt búin að taka upp fermingargjafirnar þegar hún varð Íslandsmeistari kvenna, í fyrra skiptið, en tók svo langa pásu frá skákinni. Hún hefur nú komið til baka með offorsi og teflir með Skákfélagi Selfoss og nágrennis í vetur. Auk þess var hún kjörin í stjórn Skáksambandsins nú í vor.

Inga hefur haldið utan um skákina í Vin að miklu leyti í sumar og á skilið almennilegt mót. Hinn geðþekki borgarfulltrúi og formaður hverfisráðs miðborgar, fulltrúi í menntaráði og varamaður annarra ráða, Óttarr Ó. Proppé, mun heiðra keppendur og Vinjarfólk með heimsókn í athvarfið. Óttarr mun setja mótið auk þess að leika fyrsta leikinn. 

26. júl. 2011 : Metþátttaka á þjóðhátíðadagamóti Skákfélags Vinjar

Norrænt þema var á stórmóti Skákfélags Vinjar þann 18. júlí. Haldið var sameiginlega upp á þjóðhátiðadaga norðurlandanna enda meðaltalið um þetta leyti. Vinningar voru glæsilegir, m.a. Millenium þríleikurinn eftir hinn sænska Stieg Larson, „Der er så mange söde pi´r“, danskur safndiskur úr toppen af poppen seríunni, íslenskar bækur og 40 fyrstu bækurnar um Ísfólkið eftir norska Íslandsvininn Margit Sandemo (aðeins einu sinni lesnar).

Það er skemmst frá því að segja að þátttökumet skákfélagsins sem rekið er i Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, var slegið svo um munaði því 36 manns frá 8 ára og upp í ríflega sextugt voru með. Ef ekki hefði verið vegna bongóblíðu hefði þetta varla gengið, en hægt var að tefla bæði inni og úti.

8. apr. 2011 : Gestir athvarfa Rauða krossins sýna myndlist í Kringlunni

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn 8. apríl kl. 13:30.

Rauði krossinn rekur þrjú athvörf fyrir fólk með geðraskanir á höfuðborgarsvæðinu: Vin i Reykjavík, Læk í Hafnarfirði og Dvöl í Kópavogi. Markmið athvarfanna er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma er að stríða.

17. feb. 2011 : Kærleikur og súkkulaði í Vin

Nítján manns skráðu sig til leiks á Valentínusarskákmóti í Vin á mánudaginn. Mótið hófst klukkan eitt og nokkrir öflugir skákmenn náðu ekki í tæka tíð en fylgdust með yfir kaffibolla þar sem hamingja og kærleikur réðu ríkjum undir hjartalaga skreytingum til að byrja með. Þangað til menn fóru að rústa og drepa og berja á klukkur.

Eiríkur Ágúst frá Bókinni ehf, sérfræðingur í rómantík og bókmenntum, setti mótið með Valentínusarkvæði dagsins:
Sátu tvö að tafli þar,                 
taflsóvön í sóknum.               
Afturábak og áfram var,                       
einum leikið hróknum.

 

26. jan. 2011 : Farsælt samstarf Rauða krossins og Alþjóðlegra Ungmennaskipta (AUS)

Erlendir sjálfboðaliðar hafa í mörg ár lagt Rauða krossinum lið hér á landi í gegnum AUS, alþjóðleg ungmennaskipti. Athvörf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, Vin, Dvöl og Laut, hafa notið góðs af samstarfinu í gegnum árin. Sjálfboðaliðar AUS vinna fullan vinnudag í sínu athvarfi og ganga í flest störf. Hver sjálfboðaliði vinnur í hálft til eitt ár og ánægja hefur verið með starf þeirra. Aðkoma þeirra er góð í félagslegu tilliti sem gestir og starfsmenn hafa notið verulega góðs af.

„Samtökin okkar hafa verið til í 50 ár og að minnsta kosti frá 1992 hafa sjálfboðaliðar verið í Rauða krossinum en búast má við að það nái eitthvað lengra aftur,“ segir Katrín Pálsdóttir framkvæmdastjóri AUS á Íslandi.

18. jan. 2011 : Jónas nýársmeistari í Vin

Sextán þátttakendur voru mættir til leiks þegar Skákfélag Vinjar hélt mót til heiðurs nýju ári í gær, mánudag. Tefldar voru 6 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma þar sem Björn Þorfinnsson stjórnaði, paraði og tefldi eins og engill – næstum allan tímann.

Hrafn Jökulsson, sem því miður átti ekki heimangengt í gær, gaf glæsilega ljósmyndabók sína: „Við ysta haf – Mannlíf og náttúra í Árneshreppi á Ströndum“ fyrir efstu sætin þrjú.

Kaffiveitingar voru að sjálfsögðu í miðju móti til að peppa liðið upp. Björn leiddi fram að síðustu umferð þar sem  hann misreiknaði riddarafórn í blálokin gegn Páli Andrasyni sem er að leggja hvern meistarann af öðrum þessa dagana.

12. jan. 2011 : Skákfélag Vinjar fær lofsamlega umfjöllun

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands og ritstjóri skak.is, sem er langvinsælasta skáksíða landsins með sennilega um þúsund innlit daglega, gerir upp skákárið 2010 í skemmtilegum áramótapistli á síðunni. Þar lýsir hann sorgum og sigrum landans og nefnir til sögunnar; besta og efnilegasta skákfólk landsins, skákmót og viðburði, félög, uppákomur ýmiskonar o.s.fr.

Fer Gunnar fögrum orðum um Skákfélag Vinjar og eftir að hafa kosið skákfélagið Goðann, kannski nokkuð óvænt, taflfélag ársins, þá segir orðrétt:

20. des. 2010 : Dregið hefur verið í jólahlutaveltu Víðsýnar

Ferðafélagið Víðsýn, ferðafélag gesta og starfsmanna Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir stendur árlega fyrir fjáröflun. Að þessu sinni héldu þau jólahlutaveltu og leituðu til listamanna og fyrirtækja. Kann ferðafélagið þeim bestu þakkir fyrir.

Útgefnir miðar voru aðeins 200 og miðaverð 2000 kr. Dregið var eingöngu úr seldum miðum á Litlu Jólum Vinjar á föstudaginn.

Vinningar komu á eftirtalin númer:

16. des. 2010 : Deild 12 B tók jólabikarinn

Fimm lið skráðu sig til leiks á jólamóti að Kleppsspítala sem haldið var á þriðjudaginn sl. Skákfélag Vinjar og Hrókurinn tóku upp þennan skemmtilega sið fyrir nokkrum árum síðan og Víkingaklúbburinn tók þátt samstarfinu að þessu sinni.

Deild 12 hefur ávallt haft öfluga skákmenn innanborðs og sendi tvö lið að þessu sinni, deild 15 var með lið ásamt Búsetukjarna Reykjavíkurborgar, sem var skipað liðsmönnum frá Skúlagötu 70 og 74 auk þess sem starfsmenn vinnustaðarins Múlalundar skelltu í lið. Forföll urðu hjá áfangaheimilinu að Gunnarsbraut og íbúum Flókagötu 29-31 á síðustu stundu.  Nokkrir liðsmenn Vinjar fylltu upp í lið þar sem vantaði en þrír eru í liði og einn starfsmaður leyfður.

Gunnar Björnsson, forseti, setti mótið og lét þess getið að Kleppsspítalinn hafi verið mikill áhrifavaldur í lífi sínu. Er hann sem ungur - yngri - maður starfaði að Kleppsspítala, einmitt á hinni miklu skákdeild númer 12, hafi hann kynnst konu sinni sem starfaði á deild 15. 

7. des. 2010 : Glæsilegt jólamót Skákfélags Vinjar

21 þátttakandi skráði sig í baráttuna um jólabækurnar þegar Skákfélag Vinjar hélt jólamótið sitt í Vin, Hverfisgötu 47,  í gær.  Mótið var afar hressandi, ekki síst þar sem borgarstjórinn hann Jón Gnarr setti mótið með stæl og lék fyrsta leikinn fyrir Björn Sölva Sigurjónsson, jókerinn í Skákfélagi Vinjar, gegn Hinrik P. Friðrikssyni. Borgarstjóranum fannst Björn fullbrattur að leika a4 og vildi meina að hann ætti betri kosti en Björn gaf sig ekki enda hokinn af reynslu.

Mótið var býsna jafnt og spennandi og ekkert gefið eftir. Kjartan Guðmundsson og Birgir Berndsen stóðust þó áhlaup og árásir glerharðra skákmanna og enduðu jafnir með fimm og hálfan af sex. Kjartan hafði þetta þó á hálfu stigi. Tvær skákkonur, þær Inga Birgis og Elsa María Kristínardóttir, voru með og rusluðu þessu upp, urðu í þriðja og fjórða sæti með fjóra vinninga eins og Jorge Fonseca og Siguringi Sigurjóns sem komu í því fimmta og sjötta.

26. nóv. 2010 : Félags skákmót

Fyrsta félagsmót Skákfélags Vinjar var haldið í gærkvöldi og mættu þrettán manns.

Tefldar voru sjö umferðir með tíu mínútna umhugsunartíma og allt í járnum, enda félagsbikarinn undir.

Nokkuð var um forföll vegna prófa hjá námsmönnum og einhverjir Vinjarmenn að tefla á öðrum mótum. Þá er ótrúlegt rokk í liðsmönnum og a.m.k. einn með tónleika á sama tíma.

16. nóv. 2010 : Tuttugu og sjö á afmælismóti Hrafns

Góð mæting var á afmælismót Hrafns Jökulssonar sem Skákfélag Vinjar hélt pilti til heiðurs í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25, í gær. Hrafn krækti í fertugasta og fimmta árið þann 1. nóv. og fimmta sætið á mótinu enda einvalalið sem tók þátt.

Gunnar Björnsson, forseti, startaði mótinu með því að leika fyrsta leikinn fyrir Hrafn gegn hinum eitilharða Birni Sigurjónssyni og tónninn gefinn. Teflt var djarft og glæsilegir sigrar – og ósigrar – litu dagsins ljós og reyndi á skákstjórann Róbert Lagerman í einhverjum tilfellum. Reyndar við borðið líka, en stjórinn hélt haus og Tómas Björnsson var sá eini sem náði jafntefli við kappann.

29. okt. 2010 : Róbert sigraði á ótrúlega vel sóttu geðheilbrigðismóti

Róbert Lagerman (2273) sigraði á ótrúlega vel sóttu Geðheilbrigðismóti sem fram fór í kvöld en hvorki meira né minna en 79 skákmenn tóku þátt.   Róbert kom í mark jafn Gylfa Þórhallssyni (2200), Sigurði Daða Sigfússyni (2334) og Arnar Þorsteinssyni (2217) en hafði sigur eftir stigaútreikning.   Það voru Skákfélag Vinjar, Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur sem héldu mótið í sameiningu í húsnæði TR.   Mótið var haldið í tilefni alþjóðlegs Geðheilbrigðisdags sem reyndar var 10. október en þá voru skákmenn uppteknir á Íslandsmóti skákfélaga.   Forlagið gaf einkar glæsilega vinninga.

Ýmis aukaverðlaun voru veitt á mótinu.  Björn Sölvi Sigurjónsson fékk verðlaun fyrir 60 ára og eldri, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var efst kvenna, Guðmundur Kristinn Lee var efstur 13-18 ára og Gauti Páll Jónsson var efstur 12 ára og yngri.  Í þeim flokk fengu Heimir Páll Ragnarsson og Vignir Vatnar Stefánsson einnig verðlaun fyrir 2. og 3. sæti en þremenningarnir eru allir nemendur hjá Skákakademíu Reykjavíkur.

18. ágú. 2010 : Vinjarfólk á ferð um Norðurlandið

Húsavíkurdeild Rauða krossins fékk góða gesti í heimsókn í vikunni því gestir og starfsfólk Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, er á ferðalagi um Norðurland. Ingólfur Freysson formaður deildarinnar tók á móti ferðalöngunum, bauð þeim í léttan hádegisverð hjá deildinni og fór með þeim í skoðunarferð um Húsavíkurbæ.

Húsavík er fallegur bær og með mikla sögu. Ingólfur sýndi gestunum Lystigarðinn, Húsavíkurkirkju, fræddi þau um sögu Kaupfélags Þingeyinga og bygginga tengda verslunarsögu bæjarins. Fyrr um daginn bauð Hvalasafnið gestunum í heimsókn.

27. júl. 2010 : Víðsýn á víkingaslóðum

Þann 22. júli héldu félagar í ferðafélaginu Víðsýn og Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir,  í dagsferð. Var förinni heitið að Eiríksstöðum í Dölunum til þess að skoða víkingasafnið þar.

Alls voru 28 félagar Víðsýnar og Vinjar með í för.

21. júl. 2010 : Æsispennandi afmælismót í Vin

Tuttugu og sex þátttakendur skráðu sig til leiks í sólarblíðunni við Hverfisgötuna á mánudaginn, þegar skákmót var haldið til heiðurs afmælisbarni mánaðarins, Magnúsi Matthíassyni, fráfarandi varaforseta Skáksambands Íslands, en hann varð fjörutíu og fimm ára fyrr í mánuðinum.

Næst fjölmennasta mót í sögu skákfélags Vinjar, sem haldið er í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, var staðreynd og líflegt við borðin enda teflt bæði inni og úti.

4. jún. 2010 : sumarmót og skákskýringar í Vin

Óli B. Þórs, hinn síðhærði skákvíkingur, verður með skýringu á einni af sínum uppáhalds skákum í Vin á mánudaginn, 7. júní kl. 13:00
Það tekur 20-30 mínútur og af því loknu verður haldið sumarmót Skákfélags Vinjar undir stjórn þeirra félaga Óla og Róberts Lagerman.

Tefldar verða 5-6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og Bókaforlagið Bjartur hefur gefið vinninga fyrir efstu sætin og auk þess verða dregnir út happadrættisvinningar.

Boðið verður upp á kaffi að sjálfsögðu og þvílíkt vinalegt andrúmsloft, þó baráttan verði hörð.
Vin er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík og er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossi Íslands. Síminn er 561-2612 en skráning á staðnum og mótið algjörlega opið öllum.

21. maí 2010 : Lambafellsklofi klifinn. Þrek og þor!

Ferðafélagið Víðsýn, sem samanstendur af gestum og starfsfólki Vinjar, stóð fyrir dagsferð í gær. Reykjanesið varð fyrir valinu að þessu sinni og hófst ferðin með gönguferð í mildum rigningarúða að Lambafelli og í gegnum brattan klofann.

Gangan tók um klukkustund og voru sumir betur búnir en aðrir til göngu í óbyggðum Íslands. En allir kláruðu hringinn og hjálpuðust að við klifið. Þegar upp var komið var stutt í brosið eftir þennan mikla sigur. Með í för sem leiðsögumaður var Ingibjörg Eggertsdóttir frá landsskrifstofunni.

Á eftir var keyrt áleiðis til Grindavíkur þar sem Saltfisksetrið var skoðað og snædd súpa og heimabakað brauð. Krísuvíkurhringurinn var tekinn á heimleiðinni og stoppað við hverasvæðið og Kleifarvatn.
 

18. maí 2010 : Tómas Björnsson glæpakóngur Vinjar

Glæpafaraldur í Vin gekk yfir í dag.  Það var algjör reifari að horfa á lætin við skákborðið og farsakennd mistök litu dagsins ljós, þó ígrundaðar fléttur og mannfórnir dygðu  stundum til að ganga frá andstæðingnum.

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn buðu upp á glæpafaraldurinn en verðlaun buðu þeir heiðurspiltar í Bókinni ehf., eða fornbókabúð Braga, eins og sumir segja, upp á. Bragi sjálfur komst ekki til að leika fyrsta leikinn, en Eiríkur Ágúst Guðjónsson, hinn ótrúlega glöggi bókaormur og starfsmaður í Bókinni, mætti og hélt stutta tölu við setningu mótsins, þar sem hann ræddi um taflmennsku sína við fanga og fremur  dapra uppskeru gegn þeim, er hann var fangavörður fyrir nokkrum árum síðan. Svo lék hann fyrsta leikinn í viðureign Róberts Lagerman og Hauks Halldórssonar í fyrstu umferð og fékk frjálst val.

12. maí 2010 : BINGÓÓÓÓ

Félagar í ferðafélaginu Víðsýn, sem auðvitað er staðsett í Vin, héldu sitt árlega fjáröflunarbingó í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25 í byrjun maí.

Var þetta í fyrsta sinn sem bingóið var haldið í Borgartúninu og var undirbúningur talsverður, en fjöldi gesta og starfsmanna athvarfsins hafði komið að vinningaöflun og tóku svo að sér bingóspjaldasölumennsku auk þess að standa í sjoppunni, þar sem hægt var að fá samlokur, súkkulaði og alls kyns drykki.

Á fjórða tug manna, kvenna og barna sat þarna í hóp með hverja taug spennta, enda glæsilegir vinningar í boði, má þar nefna; leikhúsferðir, út að borða, hótelgisting og allt fyrir tvo, auk þess matarkörfur og fleira flottmeti. Spilaðar voru allar mögulegar útfærslur, lárétt og lóðrétt og H og L og hvaðeina undir stjórn bingómeistarans Inga Hans Ágústssonar en um kynningar og afhendingu vinninga sá Ása Hildur Guðjónsdóttir.

20. apr. 2010 : Veturinn kvaddur með hörkumóti í Rauðakrosshúsinu

Þátttökumetinu í skákinni í Rauðakrosshúsinu var algjörlega rústað á mánudaginn, þegar tuttuguogfjórir mættu til leiks klukkan 13:30.  Það var líf og fjör í Borgartúninu, enda teflt á tólf borðum innan um prjónahóp, tölvuunnendur og fræðsluhópa, en eins og í Hálsaskógi voru allir vinir.

Þess ber að geta að Stefán Bergsson átti stórleik með því að bjóða nokkrum nemendum Skákakademíunnar á mótið.

Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Hrókinn, hefur haldið mót á nokkurra vikna fresti frá opnun Rauðakrosshússins, og ávallt hefur verið fín mæting. Aldrei þó sem nú. Skákstjórinn Róbert Lagerman fékk heldur betur að hafa fyrir sigrinum því óárennilegur hópur gerði tilkall til toppsætis. Róbert var kátur í lokin eftir jafntefli við Ingvar Þór Jóhannesson og hafði með því náð sigri, hlaut sex og hálfan af sjö, en tefldar voru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Hinn eitilharði skagamaður, Einar Kristinn Einarsson, kom annar með sex og Ingvar Þór þriðji með 5,5.

17. apr. 2010 : Skákmót í Rauðakrosshúsinu

Rauðakrosshúsið, Borgartúni 25, mánudagur 19.04.2010 kl: 13:30

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn setja upp síðasta skákmót vetrarins í Rauðakrosshúsinu á mánudaginn, þann 19. apríl kl. 13,30.

Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.

Ávallt er stutt í kaffikönnuna í Borgartúninu og létt andrúmsloft þó margt sé í gangi  á sama tíma.

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið vinninga fyrir efstu þátttakendur auk þess sem dregnir verða út happadrættisvinningar.

Skákstjóri er Róbert Lagerman, hinn víðfrægi varaforseti Hróksins.

Skráning á staðnum og kostar ekki baun. Allir velkomnir.

15. apr. 2010 : Frétt RKÍ

15. apr. 2010 : Köttur út í mýri

Guðmundur Brynjólfsson opnaði myndlistarsýningu sína, „köttur út í mýri” í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, miðvikudaginn 14. apríl.

Guðmundur býr að Bjargi á Seltjarnarnesi og hefur sinnt myndlist sinni þar að mestu, en tekur þátt í myndlistarhópi Vinjar.

Töluverður gestafjöldi var við opnunina, þar sem Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðumaður Vinjar, hélt stutta tölu. Boðið var upp á léttar veitingar og gott andrúmsloft.

Sýndar eru 14 ný olíumálverk og eitt eldra akrílverk. Myndirnar eru til sölu og er verði mjög stillt í hóf.

„Köttur út í mýri” verður uppi í tvær vikur og eru allir hjartanlega velkomnir í heimsókn í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík.

26. mar. 2010 : Ferfættur vinur í Vin

Fimmtudagar eru sérstakir dagar í athvarfinu Vin að Hverfisgötu. Þá fá gestir hússins heimsókn frá vin sem segir ekki margt en er þeim mun elskulegri við alla. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu fylgdist með og birti meðfylgjandi myndskeið.

15. mar. 2010 : Skákfélag Vinjar að stimpla sig inn

Skákfélag Vinjar tók þátt í Íslandsmóti skákfélaga annað árið í röð þennan veturinn og fór síðari hluti mótsins fram í byrjun mars í Rimaskóla. Skákfélagið er starfrækt innan veggja Vinjar, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Tefldar eru skákir þar sem umhugsunartíminn er 90 mínútur á mann.

Fyrir þennan síðari hluta, þar sem tefldar voru þrjár umferðir, var Skákfélag Vinjar í 9. sæti af 32 liðum í 4. deild og byrjaði ekki mjög vel. Vantaði þrjá menn í liðið sem alls telur sex, en 30 félagar eru skráðir þannig að alltaf eru einhverjir til taks.

Hrannar Jónsson á fyrsta borði, Björn Sölvi Sigurjónsson á öðru og Jón Birgir Einarsson á því þriðja drógu vagninn og var frammistaða þeirra mögnuð. Neðri borðin kræktu í einn og einn vinning og liðið endaði í sjötta sæti sem er frábær árangur. Talsverð upplifun er að sitja yfir svo löngum skákum og vera hluti af þeim 400 manna hópi sem er í þungum þönkum í íþróttasal Rimaskóla mest alla helgina.

2. mar. 2010 : Hrannar sigraði á Vin – Open

Einn skemmtilegra hliðarviðburða við MP Reykjavíkurmótið var Vin- Open sem haldið var kl. 12:30 í dag. Var það samstarfsverkefni Skákfélags Vinjar, Skáksambands Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur. Tuttugu og tveir skráðu sig til leiks þar sem tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma í huggulegu andrúmsloftinu í Vin.

Gunnar Björnsson, forseti, lék fyrsta leikinn  í skák Róberts Lagerman og Birkis Karls Sigurðssonar og var sjálfum sér samkvæmur. Lék hinn vinsæla g3 leik.

Eftir þriðju umferð var vöfflukaffi, orka og ávextir.

25. feb. 2010 : VIN – OPEN

Mánudaginn 1. mars heldur Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Skáksamband Íslands, stórmótið Vin – Open.

Hefst það kl. 12:30 og þarf að vera búið að skrá sig fyrir þann tíma.

Vin – Open er hliðarverkefni vegna Reykjavík  Open, eða MP Reykjavíkurskákmótsins, og er öllum opið. Stefnt er að því að nokkrir þátttakendur á mótinu, erlendir og innlendir,  muni taka þátt eins  og sl. ár þegar á þriðja tug þátttakenda var í stórskemmtilegu móti.

Teflt er um bikar auk þess sem vinningar verða veittir fyrir efstu sæti, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir:
bestan árangur: undir 2000 elo stigum, undir 1500 stigum og bestan árangur stigalausra.

23. feb. 2010 : Þorraveisla í Vin

Fyrir nokkrum vikum sendum við tölvupóst frá okkur í Vin á rás 2 þar sem hægt var að komast í lukkupott og vinna þorramatsveislu fyrir 15 manns.  Viti menn Vin var dregin út og vann!!! 

Ekki nóg með það því þegar haft var samband við veisluþjónustuna, Matborðið, sem gaf herlegheitin, þá bauð eigandinn í ljósi þess frábæra starfs sem hér væri unnið, að við fengjum þann mat sem þyrftum þ.e. allir sem skráðu sig í mat þegar veislan yrði skyldu fá að borða. Í stuttu máli voru hér yfir 30 manns í mat og gæddu sér á ljúffengum þorramat föstudaginn 19. febrúar. 

Allir fengu nóg og svo ríflega var skammtað að afgangurinn verður svo borðaður á eftir helgina.  Við þökkum Rás 2 og Matborðinu kærlega fyrir okkur.

16. feb. 2010 : Sautján manns í Rauðakrosshúsinu

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn héldu mót í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25 í gær. Þrátt fyrir að mótið hæfist kl. 13:30 voru 17 skráðir til leiks og nokkrir áhorfendur kíktu. Enn aðrir sem sóttu þarna námskeið litu á kempurnar í ham.

Skákstjórarnir Róbert Lagerman og Hrannar Jónsson græjuðu þetta létt, enda orðnir þvílíkt vanir. Róbert bar sigur úr býtum með 5 og hálfan af sex mögulegum, en 7 mínútna umhugsunartími var á mann. Má segja að Róbert hafi náð jafntefli við Kjartan Guðmundsson, flísalagningaspesíalista.
Boðið var upp á kaffi og meðlæti í Rauðakrosshúsinu að venju svo allir þátttakendur voru bara nokkuð góðir. Fimm efstu fengu bókaverðlaun og hann Kristinn Andri, Fjölnismaður, sem krækti í þrjá vinninga fékk unglingaverðlaunin.

12. feb. 2010 : Vin 17 ára

Mánudaginn 8. febrúar varð Vin 17 ára. Það var reyndar lokað þann dag, því þetta árið er lokað annan mánudag hvers mánaðar, svona vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Ákveðið var að vera ekki með neitt húllumhæ vegna afmælisins, heldur bara að fara saman út að borða og hafa  það huggulegt. Veitingastaðurinn Písa við Lækjargötu bauð smá afslátt fyrir tuttugu manna hópinn sem mættur var á miðvikudaginn,  rétt fyrir klukkan fimm. Pizzur og pastaréttir voru á boðstólnum auk dýrindis steikarmáltíða og fiskrétta og þá var bara að velja!

11. feb. 2010 : ríflega hundrað og fimmtíu ár

Þrír piltar, sem lengi hafa kíkt í Vin, héldu sameiginlega upp á afmæli sitt á föstudaginn, 5. febrúar. Voru þeir samanlegt ríflega 150 ára gamlir. Buðu þeir spræku drengir, Sigurður Fáfnir, Magnús Hákonarson og Eyjólfur Kolbeins, upp á brauðtertur og skúffuköku, gosdrykki og kaffi. Húsið fylltist því orðrómur berst hratt og úr varð stórskemmtileg veisla.

Óskar Einarsson sem lengi spilaði á börum bæjarins, kom með gítarinn og hélt uppi rífandi stemningu svo það var sannkallað partý frá kl. tvö til fjögur. Var sungið með, bæði íslenska slagara og Boney M og  einhverjir tóku léttan snúning á stofugólfinu.

4. feb. 2010 : Myndlistarakademía Vinjar

Myndlistarakademía Vinjar er hægt og bítandi að vakna til lífsins, eftir alllangan blund. Þó hefur hobbýherbergið í kjallaranum verið í töluverðri notkun sl. ár og margir búnir að vera að leika sér með kol, pastelliti og mála með akrýl.

Eyjólfur Kolbeins, sem hér hefur verið festur á mynd, hefur komið í Vin frá því að athvarfið opnaði fyrir –alveg að verða- 17 árum síðan. Hann var virkur í myndlistarakademíunni þar sem fólk málaði eins og enginn væri morgundagurinn hér fyrir nokkrum árum. Eyjólfur hefur bætt vel við kunnáttu sína og lagt slatta inn á reynslubankann á þessum árum, með því að sækja nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og taka þátt í sýningum á nokkrum stöðum.

28. jan. 2010 : Listir og menning

Á miðvikudögum er annar opnunartími en vanalega yfir vetrarmánuðina, opið 11-18. Það þýðir að hádegisverði er sleppt og kvöldmatur framreiddur 16:30. En uppúr kl. 13 heldur ætíð misstór hópur á vit listagyðjunnar og fáar sýningar stærri safnanna fara fram hjá Vinjargenginu og þau minni heimsótt eins og hægt er. Í gær trítlaði sex manna hópur frá Hverfisgötu og upp Þingholtin, virti fyrir sér Hallgrímskirkju þar sem hurðarskipti eru að fara fram, spjallaði lítillega við hressa krakka á leikskólanum Grænuborg og gekk inn í Listasafn ASÍ við Freyjugötu.

Þar voru tveir útdannaðir piltar með sýningu, annars vegar Þorri Hringsson með málverkasýningu sína „Sjóndeildarhringur tilverunnar” þar sem hann sýnir róandi landslagsverk sín og það fer ekki fram hjá neinum að Þorri er verulega flinkur og hefur kannski ekki langt að sækja það. Hinsvegar var Jóhannes Dagsson að sýna ljósmyndir sínar undir fyrirsögninni „Firnindi”. Þar hefur Jóhannes gert stórbrotin landslagsverk úr allskyns efnum og fötunum sínum og var hinn listunnandi gönguhópur yfir sig ánægður með sýningarnar og að hafa drifið sig út í góðan göngutúr.

15. des. 2009 : Frábær þátttaka á jólamóti Skákfélags Vinjar

Tuttugu og þrír skráðu sig til leiks á jólamóti Skákfélags Vinjar í gær en mótið var kl. 13:15 í Vin að Hverfisgötunni. Var þetta næstfjölmennasta mót í Vin frá upphafi og stuð og fjör í stofunum.

Tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma og í miðju móti var jólalegt kaffiborð, með nýbökuðum smá- og piparkökum og nammi út um allt.

Hinn kraftmikli formaður Víkingaklúbbsins sem nýlega krækti sér í heimsmeistaratitil í lyftingum, Gunnar Freyr Rúnarson, sigraði glæsilega með 5 og hálfan vinning. Hrafn Jökulsson, nýkominn úr ferska loftinu að Ströndum, sýndi heldur betur snarpa takta og náði fimm vinningum. Hrannar Jónsson, sem þrátt fyrir mikið umstang við skákstjórn, var beittur og kom þriðji með 4,5.

18. nóv. 2009 : Dagur íslenskrar tungu tekinn með trompi

Haldið var upp á dag íslenskrar tungu með glæsibrag í Vin strax eftir hádegi, mánudaginn 16. nóvember. Fjórtán manns skráðu sig til leiks í móti þar sem þeir Ari Gísli Bragason og Eiríkur Ágúst Guðjónsson hjá Bókinni ehf. höfðu tekið til bækur handa hverjum og einum af mikilli natni. Bækur bæði með sál og sögu, rammíslenskar. Allt frá fegurstu ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og mögnuðum texta Þórbergs í stórglæpi Stefáns Mána og Arnaldar.

Sérstakur heiðursgestur mótsins var Jorge Rodriguez Fonseca frá Madríd, sem hélt stutta tölu á íslensku – og sagði ekki orð á útlensku allan tímann – eftir að hafa þegið blóm og geisladisk með Megasi, sem þótti aldeilis við hæfi. Jorge hefur töluvert látið að sér kveða á hinum ýmsustu skákmótum undanfarin misseri og er hvergi nærri hættur. Að því loknu lásu þeir félagar, Ari Gísli og Eiríkur Ágúst upp úr íslenskri fyndni, svona til að koma fólki í gírinn.

8. okt. 2009 : GÍA tók forskot á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn.

Gígja Thoroddsen, eða GÍA, opnaði myndlistarsýningu í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir, á miðvikudaginn. Sýningin verður uppi til 21. október en hún er haldin í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags þann 10. október. Sýningin nefnist „Tveggja hæða vit.” Gía bauð upp á léttar veitingar við opnunina og húsið fylltist af gestum.

Yfirskrift Alþjóða geðheilbrigðisdagsins í ár er: Öflugri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónusta

Haldið verður upp á daginn í göngugötunni í Mjódd og í húsakynnum Hugarafls að Álfabakka 16, laugardaginn 10. október frá kl. 13:00 – 16:30. Álfheiður Ingadóttir nýr heilbrigðisráðherra mun flytja ávarp og tónlistarmennirnir Geir Ólafs, Ingó úr Veðurguðunum og unglingahljómsveitin GÁVA taka lagið. Margt verður í boði og að sjálfsögðu verður árlegt skákmót í tilefni dagsins haldið við lok formlegrar dagskrár.

22. sep. 2009 : Ómar sigraði á afmælismóti forsetans

Fimmtán þátttakendur voru skráðir til leiks á afmælismóti til heiðurs forseta Skáksambandsins, Gunnari Björnssyni, sem haldið var í Vin, á mánudaginn, strax uppúr hádegi.

29. júl. 2009 : Gull um háls afmælisbarnsins

Tuttugu og tveir þátttakendur skráðu sig til leiks á stórafmælismót til heiðurs Róberti Lagerman í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands, í gær, eftir hádegismatinn.
Frábær þátttaka og mótið firnasterkt. Þó andrúmsloftið hafi verið afslappað þá var hart barist og enginn afsláttur gefinn, en teflt var bæði innan- og utandyra þar sem veðurblíða ríkti.

Fyrir mótið fékk Róbert, aðalleiðbeinandi hjá Skákfélagi Vinjar undanfarin ár, hlýjar kveðjur og bókina “The days run away like wild horses over the hill” eftir Charles Bukowski, sem þótti nokkuð viðeigandi.

Forseti Skáksambandsins, Gunnar Björnsson, vísiteraði Vin og tók þátt auk þess sem varaforsetinn, Magnús Matthíasson, hélt stutta og fallega tölu um afmælisdrenginn og lék svo fyrsta leikinn í viðureign Róberts og Stefáns Bergssonar sem stóð í ströngu sem yfirdómari og aðstoðarskákstjóri.

16. apr. 2009 : Árlegt bingó Víðsýnar

Ferðafélagið Víðsýn hélt sitt árlega fjáröflunarbingó í Hátúni 10 í byrjun mánaðar. Víðsýn er ferðafélag Vinjar, athvarfs Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Félagið var stofnað fyrir 10 árum síðan og eru núna rúmlega 40 virkir meðlimir í félaginu.

Fjölmennt var á bingóinu. Auk gesta Vinjar voru þar fjölskyldur og vinir þeirra ásamt íbúum í Hátúni.
Vinningar voru margir mjög veglegir, leikhúsmiðar, hótelgisting og matarkörfur, en ýmis fyrirtæki hafa styrkt Víðsýn með framlagi á hverju ári.

Bingóið hefur verið árleg fjáröflun félagsins síðastliðin átta ár og hefur það sem inn kemur ávallt runnið upp í utanlandsferð. Í ár verður haldið til Suður – Þýskalands þar sem Svartiskógur er aðal aðdráttaraflið og munu tuttugu félagar Víðsýnar taka þátt í ferðinni. Fyrirlestrar og fræðsla um svæðið eru fyrirhugaðir vikurnar fyrir ferð. Þá mun Víðsýn einnig standa að tveimur dagsferðum innanlands í sumar.

1. apr. 2009 : 25 á Vin Open

Hluti skákhátíðarinnar sem nú stendur sem hæst var Vin Open, samstarf Skákakademíu Reykjavíkur og Skákfélags Vinjar, sem haldið var á mánudaginn.

26. mar. 2009 : Skákfélag Vinjar á Íslandsmótinu á Akureyri

Félagar í Skákfélagi Vinjar lögðu land undir hjól og óku norður á Akureyri um sl. helgi. Þátttaka í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga var verkefnið en sex manns fóru þessa ferð. Í félaginu eru reyndar skráðir 25 einstaklingar en ekki höfðu margir möguleika á að fara til höfuðborgar norðurlands að þessu sinni, þó mun fleiri hafi skipst á að tefla í fyrri hluta mótsins sem fram fór í Rimaskóla sl. haust.

Væntingar voru nokkrar, enda liðið í sjöunda sæti af þrjátíu liðum í fjórðu deild þegar keppnin hófst. Tvo sterka menn vantaði þó í liðið svo brugðið gat til beggja vona. Svo fór reyndar að færri vinningar komu í hús en vonast hafði verið eftir þannig að liðið endaði um miðja deild.

10. mar. 2009 : Vorið komið í Vin

Vormót Skákfélags Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, fór fram mánudaginn 9. mars í Vin að Hverfisgötunni.

29. jan. 2009 : Afmælispilturinn sigraði

Fide meistarinn Björn Sölvi Sigurjónsson sigraði á afmælismóti, honum sjálfum til heiðurs, í Vin, athvarfi Rauða krossins við Hverfisgötu þann 26. janúar. Sextugur Björn var í rífandi stuði og fékk fimm vinninga úr sex skákum.

Fyrir mótið var afmælissöngurinn sunginn við undirleik á lítinn lírukassa, og síðan gítarundirleik Atla Arnarssonar. Birni voru svo færð blóm í tilefni dagsins.

Í annað sinn í sögu skákmóta í Vin, sem Skákfélag Vinjar og Hrókurinn setja upp, mættu átján manns á mánudegi klukkan 13, sem þykir frábært. Í hitt skiptið var það á Morgan Kane mótinu fyrir um ári síðan. En 27 þátttakendur voru reyndar þegar kveðjumót var haldið til heiðurs Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, fyrrum forseta og má mikið gerast til að það verði slegið. Að þessu sinni var yngsti þátttakandinn 13 ára og sá elsti 84.

17. des. 2008 : Gunnar Freyr tók jólabikarinn í Vin

Fimmtán þátttakendur skráðu sig á jólamót Vinjar, sem Skákfélag Vinjar og Hrókurinn héldu á mánudaginn. Tefldar voru sex umferðir, sjö mínútur á mann og barist var um glæsilegan bikar sem Hrókurinn gaf.

Róbert Harðarson sem var skákstjóri hafði flesta vinninga eða fimm og hálfan, vann allar sínar skákir nema við Björn Sölva Sigurjónsson. En Róbert var gestur á mótinu og fékk engan bikar.

Gunnar Freyr Rúnarsson fékk fjóra og hálfan vinning og hampaði bikarnum. Með fjóra vinninga voru Björn Sölvi, Pétur Atli Lárusson og Rafn Jónsson. Guðmundur Valdimar Guðmundsson og Arnljótur Sigurðsson voru með þrjá og hálfan og aðrir minna.

12. nóv. 2008 : Gjöf á móti

Fjórtán manns mættu á Vetrarmót Skákfélags Vinjar og Hróksins á mánudaginn.

16. okt. 2008 : Skákfélag Vinjar á Íslandsmóti skákfélaga

Um helgina var haldið íslandsmót skákfélaga þar sem ríflega 400 manns sátu að tafli föstudagskvöld, meira og minna allan laugardaginn og fram eftir degi á sunnudag í Rimaskóla. Stórmeistarar hvaðanæva að úr heiminum tóku þátt, alþjóðlegir meistarar og Fide meistarar auk áhugamanna með mismikla kunnáttu og reynslu.

Skákfélag Vinjar, sem einmitt er starfrækt í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir í Reykjavík, sendi lið til keppni í fjórðu deild, en félagið gekk formlega í skáksamband Íslands fyrr á árinu.

29. júl. 2008 : Sterkir skákmenn í tvöföldu afmælismóti skákfélags Vinjar

Ellefu þátttakendur skráðu sig til leiks í tvöföldu afmælismóti sem skákfélag Vinjar stóð fyrir á mánudaginn.

 

17. júl. 2008 : Ferðafélagið Víðsýn heldur á Snæfellsnes

Sólríkan og stilltan morgun í júlí héldu 24 félagar úr Víðsýn, ferðafélagi athvarfsins Vinjar, í dagsferð á Snæfellsnesið.

 

7. maí 2008 : Hörku sumarmót hjá Skákfélagi Vinjar – og skákstjórinn hafði það...

Það ríkti góður andi í betri stofunni í Vin á mánudaginn þegar Skákfélag Vinjar hélt sumarmót. Björn Þorfinnsson nýkrýndur forseti Skáksambands Íslands mætti til leiks og fékk hlýjar móttökur. Þórdís Rúnarsdóttir forstöðumaður athvarfsins afhenti Birni blómvönd frá Skákfélaginu, sem formlega var tekið inn í Skáksamband Íslands um liðna helgi.

 

Ellefu þátttakendur voru skráðir til leiks og var létt yfir fólki þó baráttan væri svo sannarlega til staðar. Að loknum öllum sex umferðunum var ljóst að skákstjórinn sjálfur Robert Lagerman, stóð uppi sem sigurvegari með fimm og hálfan vinning. Forsetinn Björn kom næstur með fimm vinninga og þar á eftir Ingi Tandri Traustason og Gunnar Freyr Rúnarsson með fjóra og hálfan. Björn Sölvi Sigurjónsson sem gerði jafntefli við sigurvegarann var svo með fjóra vinninga og aðrir minna.

8. feb. 2008 : Vin í 15 ár

Í framkvæmdaáætlun Rauða kross Íslands fyrir tímabilið 1990-2001 var stefnan sett á að beita sér fyrir bættum hag þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Vin hóf starfsemi 8. febrúar 1993.

19. des. 2007 : Gunnar Freyr hneppti gullið í Vin

Hrókurinn og Skákfélag Vinjar héldu árlegt jólamót á mánudaginn. 10 manns mættu og var mótið býsna sterkt enda glæsilegir vinningar í boði frá bóka- og tónlistarútgáfunni SÖGUR.
 
Tefldar voru fimm umferðir og var umhugsunartími sjö mínútur. Talsverð spenna lá í loftinu enda mönnum meinilla við að tapa, eins og gengur. Að loknum þremur umferðum var gerð kaffipása, enda bornar í keppnisfólkið smákökur og jólailmurinn sveif um í stofunni.
 
Fyrir mót var ákveðið að verðlaunapeninga fengju þeir sem voru með undir 2000 elo stigum, þar sem von var á nokkrum fræknum kempum sem eiga fullt af medalíum. Flestir forfölluðust vegna mikillar vinnu eða hinnar alræmdu desemberflensu. Stórmeistarinn Henrik Danielsen, sem er einn þeirra sem hafa verið með æfingar í Vin undanfarin ár, keppti því sem heiðursgestur og hafði hann að lokum sigur í öllum sínum skákum en fékk þó veglega mótspyrnu.

14. des. 2007 : Hátíðarstund í Vin

Á miðvikudögum er opið fram á kvöld í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir. Þá er eitthvað skemmtilegt í gangi og nú fyrir jól, sem og reyndar fyrri jól, er rithöfundum boðið að lesa upp úr nýjum bókum sínum og í léttan mat á eftir.

Meðal þeirra sem þegið hafa boðið eru þau Vigdís Grímsdóttir og Valur Gunnarsson. Stofan var full af fólki þar sem jólatréð glitraði og kertaljós lýstu upp í rökkrinu þannig að samkoman var virkilega hátíðleg.

Vigdís reið á vaðið með lestri úr bók sinni „Bíbí" og fórst það vel. Byrjaði með léttum hugleiðingum og sannaði hve mikil sögumanneskja hún er. Valur, sem starfað hefur sem blaðamaður undanfarin ár og var nú að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, „konung norðursins" kynnti fyrir hlustendum heim lappanna í Finnlandi, en í sögu hans fléttast fornir heimar saman við þá nýju. Já, nútíminn mætir goðsögnum og galdri í ævintýrinu hans Ilkka Hampurilainen.

12. des. 2007 : Jólamót Hróksins haldið í hátíðarsal Kleppsspítala

Hrókurinn og Skákfélag Vinjar héldu jólamót á Kleppsspítala á mánudaginn. Ákveðið var að stöðva sigurgöngu deildar 12 sem hefur hneppt bikarinn undanfarin ár og skyldi öllu til tjaldað. Tvær deildir, 32C og 36, sendu harðsnúnar sveitir á vettvang en auk þeirra tóku þátt skáksveitir Vinjar, athvarfs Rauða krossins og Bergiðjunnar. Þrír voru í liði og að hámarki einn starfsmaður innanborðs. Róbert Lagerman var skákstjóri og á hann reyndi því svo mikill hiti var í mönnum á tímabili.

Björn Þorlákur Björnsson, fjármálastjóri hins nýstofnaðs bókaforlags Skugga lék fyrsta leikinn í skák þeirra Björns Agnarssonar og Erlings Þorsteinssonar. Þrjú efstu liðin fengu einmitt glænýjar bækur frá útgáfunni í verðlaun.

13. nóv. 2007 : Björn Sölvi efstur á Guðbjargar/Þórdísarmótinu

Þar sem Guðbjörg Sveinsdóttir lét nýlega af störfum sem forstöðumaður Vinjar, athvarfs Rauða krossins, og Þórdís Rúnarsdóttir tók við, hélt skákfélag Vinjar mót þeim til heiðurs.

Sjö þátttakendur voru tilbúnir í slaginn en þær stöllur, núverandi og fyrrum stjórar, fylgdust með. Segjast ekki tilbúnar í keppni.

Þórdís lék fyrsta leikinn í skák þeirra Björns Sölva Sigurjónssonar og Árna Jóhannssonar og svo tefldu allir við alla. Umhugsunartími var sjö mínútur á mann og var mótið afar spennandi þrátt fyrir nokkrar frumlegar skákir

8. okt. 2007 : Skemmtun í Perlunni í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins

Alþjóði geðheilbrigðisdagurinn var haldinn hátíðlegur í gær með glæsilegri samkomu í Perlunni. Fjöldinn allur af félögum og stofnunum sem starfa að málefnum geðheilbrigðis kynntu starfsemi sína. Þar á meðal var Rauði krossinn sem lagði áherslu á kynningu athvarfanna á höfuðborgarsvæðinu, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Læk í Hafnarfirði.
 
Skákfélag Vinjar hélt hraðskákmót í samvinnu við Hrókinn. Guðfríður Lilja Grétardóttir forseti Skáksambands Íslands flutti stutt ávarp og setti mótið formlega. Heiðar Ingi Svansson, markaðsstjóri Forlagsins, sem gaf glæsilega bókavinninga á mótið, lék svo fyrsta leikinn á mótinu. Gunnar Freyr Rúnarsson sigraði og lagði alla sína

1. okt. 2007 : Grænlenskir krakkar í sundferð

Rauði krossinn fékk skemmtilega heimsókn. Þar voru á ferðinni 25 grænlenskir krakkar á tólfta ári ásamt fararstjórum, sem dvalið hafa i Kópavogi og eru að læra að synda.

Heimsókn krakkanna til Íslands er í beinu framhaldi af ferðum skákfélagsins Hróksins til austurstrandar Grænlands undanfarin fjögur ár. Þar hafa verið gefin hátt í þúsund skáksett og skákin kynnt fyrir innfæddum sem þekktu lítið til hennar áður. Engar sundlaugar eru á Austur-Grænlandi, aðeins er ein í þessu stóra landi og er hún í Nuuk, höfuðborginni á vesturströndinni.

12. sep. 2007 : Þrítugur hamar að baki..., ...hjá honum Þórði Sveinssyni.

Þórði til heiðurs héldu Hrókurinn og skákfélag Vinjar, afmælisskákmót í Vin, mánudaginn 10. september. Átta þátttakendur skráðu sig til leiks, en nokkrir fulltrúar skákfélags Vinjar forfölluðust og allmargir gátu ekki verið með vegna vinnu og skóla. Nokkrir félagar afmælisbarnsins kíktu þó við og heilsuðu upp á nýþrítugan piltinn.

Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, var heiðursgestur og lék fyrsta leikinn í skák þeirra Róberts Harðarsonar og Elsu Maríu Þorfinnsdóttur. Heiðraði hún þar mótsgesti og ekki síst afmælisdrenginn sem er jú formaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, lögfræðingur persónuverndar og gjaldkeri skákfélagsins Kátu biskuparnir. Katrín vildi meina að framfarir hennar í skáklistinni væru hægar svo hún var að sjálfsögðu leyst út með bókinni “skákþjálfun” auk ljóðabókar eftir mótsstjóra, Kristian Guttesen.

23. ágú. 2007 : Sólskinsferð á Sólheima

Síðustu viku dvöldu 10 félagar úr Víðsýn, ferðafélagi athvarfsins Vinjar, á Sólheimum í Grímsnesi. Stjórn ferðafélagsins undirbjó ferðina í samstarfi við Óskar Jónsson forstöðumann atvinnusviðs Sólheima en meginmarkmiðið með ferðinni var uppbygging og heilsuefling.

Gist var í góðri aðstöðu á gisti- og heilsuheimilinu Brekkukoti. Móttökur og viðurgjörningur allur var til fyrirmyndar og dagskrá vikunnar fjölbreytt og skemmtileg og starfsmönnum Sólheima til sóma.

Ferðafélagarnir tóku þátt í leikfimi, jóga, sundleikfimi, fyrirlestri um heilsueflingu, vinnu á tré- og kertaverkstæðinu auk göngutúra um svæðið. Hver dagur byrjaði með morgunfundi út á túni þar sem allir íbúar og starfsmenn staðarins mynduðu hring hönd í hönd til að bjóða daginn velkominn og fara yfir helstu atburði dagsins. Á kvöldin voru skemmtiatriði svo sem bingó og spil.

30. júl. 2007 : Glimrandi Grænlandsmót í Vin

Hróksverjar og skákfélag Vinjar héldu Grænlandsmót 23. júlí í Vin, sem er athvarf Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Mótið var haldið í tilefni þess að skákfélagið Hrókurinn heldur áfram skáklandnámi sínu á Grænlandi í ágúst. Tólf þátttakendur skráðu sig til leiks, einhverjir vildu fremur fylgjast með og tveir komu of seint!

Fánar blöktu  í blómavösum, myndir frá fyrri ferðum Hróksins voru á veggjum ásamt landakortum svo gestir gætu virt fyrir sér þetta ótrúlega land. Stemningin var glimrandi, það var barið á klukkur sem voru yfirleitt réttar en stundum rangar og þrátt fyrir frábærar fléttur voru afleikir glæsilegir á köflum.

11. jún. 2007 : Sumarævintýri hjá skákfélagi Vinjar

Þrír urðu efstir og jafnir á Sumarævintýramóti Hróksins og skákfélagsins í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir í síðustu viku. Hrókurinn hefur nú haldið uppi skákstarfi í Vin með vikulegum æfingum í 4 ár.

Björgvin G. Sigurðsson, nýskipaður viðskiptaráðherra, var heiðursgestur á mótinu og lék fyrsta leikinn í skák Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur forseta Skáksambandsins og Hrafns Jökulssonar forseta Hróksins. Við sama tækifæri hlaut Lilja að gjöf nákvæma eftirlíkingu af drottningu, sem skorin var út í rostungstönn fyrir hartnær 1000 árum.

Mótið var skemmtilegt og spennandi. Hrafn, Róbert Harðarson og Björn Sigurjónsson hlutu 4 vinninga af 5 mögulegum og deildu með sér gullinu.

11. maí 2007 : Ferðafélagið Víðsýn fékk úthlutað 300 þúsund krónum úr pokasjóði

Úthlutun úr pokasjóði fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum í gær. Ferðafélaginu Víðsýn var úthlutað 300 þúsund krónum til styrktar heilsueflingarferðum. Ríflega 100 milljónum króna var úthlutað til 122 verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, lista, menningar, íþrótta og útivistar. Um styrki sóttu 900 aðilar.

Í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir, er starfandi heilsuklúbbur sem hefur það að markmiði að efla bæði andlega og líkamlega heilsu þeirra er athvarfið sækja. Áhersla er lögð á hreyfingu og hollara mataræði, auk þess að njóta lífsins lystisemda, enda helst andleg og líkamleg heilsa yfirleitt í hendur.

Ferðafélagið Víðsýn er félag gesta og starfsfóks Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir geðfatlaða og hefur það markmið að gefa félagsmönnum kost á að ferðast innanlands sem utan á hagkvæman hátt og með stuðningi. Ferðir eru undirbúnar með allt að árs fyrirvara bæði með fjáröflun og fræðslu um svæðin sem verða heimsótt.

10. maí 2007 : Uppreisn litarins

Á mánudaginn var opnuð listsýningin Uppreisn litarins með pompi og prakt í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir. Sýningin er framlag Vinjar til hátíðarinnar list án landamæra. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs opnaði sýninguna formlega.

3. maí 2007 : Metþátttaka á Morgan Kane mótinu

Tómas Björnsson sigraði á hraðskákmóti í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, á mánudaginn sl. en átján manns fögnuðu sumri og hylltu hetjuna Morgan Kane með þessum hætti. Var svo mikill rífandi gangur á mótinu að tefldar voru sex umferðir í stað fimm. Fórnir og fléttur og klukkur barðar eins og harðfiskar enda aðeins 7 mínútur á mann.

Nýstárlegar opnanir og alls kyns afbrigði léku lausum hala og eitt þeirra kennt við Polar Bear, sem Henrik Danielsen hefur þróað eftir skáklandnám Hróksins á Grænlandi, gaf nokkra óvænta vinninga. Mátti búast við fjölmenni þar sem vitað var að allir fengju Morgan Kane bók í boði feðganna Braga og Ara Gísla í Bókinni við Klapparstíg. Ekki nóg með það því allir þátttakendur fengu aukaverðlaun, einnig í bókarformi.

8. feb. 2007 : Afmæli fagnað í Vin

Vin, athvarf Rauða kross Íslands í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, fagnar 14 ára afmæli í dag. Gestir og starfsfólk athvarfsins gera sér glaðan dag með þorramat og skemmtun en tekið var forskot á sæluna á mánudaginn þegar haldið var afmælisskákmót.

16. jan. 2007 : Afmælismót Lilju forseta

Það voru allmörg ELO skákstig í stofunni í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða í Reykjavík, mánudaginn 15. janúar þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, var heiðruð með afmælismóti. Náði hún þremur og hálfum tug ára á dögunum sem auðvitað kallaði á samkomu og mót. Skákfélag Vinjar og Hrókurinn slógu einu sinni sem oftar í púkk til að svara kallinu. 

Tíu manns tóku þátt í mótinu sem var fjörugt með afbrigðum, dæst og hvæst, barið á klukkur og höndum fórnað eftir illa ígrundaðar mannfórnir. Blómarósin Lilja, afmælisstúlkan sjálf, stóð uppi sem sigurvegari, á stigum, með fjóra vinninga í fimm skákum. Gunnar Freyr Rúnarsson stóð sig eins og hetja og hafði einning fjóra vinninga eins og stórmeistarinn Henrik Danielsen. Næstir komu Hrafn Jökulsson og Hrannar Jónsson, hinir miklu kappar Hróksins. Aðrir keppendur voru: Pétur Blöndal, Sigurjón Þór Friðþjófsson, Elsa Maria Þorfinnsdóttir, Haukur Halldórsson og Arnar Valgeirsson.

27. júl. 2006 : Grænlenskt þema á afmælismóti Róberts Harðarsonar

Afmælisbarnið teflir við Guðmund Valdimar.
Skákfélag Vinjar, eins athvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, hélt afmælismót til heiðurs Róberti Harðarssyni skákmeistara mánudaginn 24. júli. Var mót þetta firnasterkt, hver kempan mætti á eftir annarri til þess að etja kappi við afmælisbarnið. Á annan tug þúsunda Elo-stiga svifu um borðstofuna, þó ekki væru keppendur á endanum fleiri en tólf því nokkrir létu sér nægja að fylgjast með.

Grænland var í hávegum haft á móti þessu, en í byrjun ágúst verður IV Grænlandsmótið haldið, nú í Tasiilaq eins og tvö sl. ár. Fjöldi manns fer í byrjun ágúst, þar á meðal afmælisbarnið, Róbert sjálfur, sem hefur tekið þátt í Grænlandsævintýrinu frá byrjun og sigraði á mótinu sl. sumar.

13. jún. 2006 : Hrókeringar, fórnir og fléttur hjá spennumeistara Alistair Maclean

16 manns mættu til leiks á Alistair Maclean mót Hróksins og skákfélags Vinjar, mánudaginn 12. júní.

Þar sem þrjú ár eru um þessar mundir síðan Hrókurinn fór að venja komur sínar í Vin, athvarf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, var mót þetta haldið og tókst það afar vel.

Tefldar voru fimm umferðir eftir monradkerfi og hafði landsliðsmaðurinn og stórmeistarinn Henrik Danielsen sigur með fullt hús stiga.

Með 3 ½ vinning komu svo Björn Sölvi Sigurjónsson, Kjartan Guðmundsson, Róbert Harðarson og Guðmundur Valdimar Guðmundsson, sem var í miklu stuði á mótinu. sjötta sæti varð Elsa María Þorfinnsdóttir með þrjá vinninga og aðrir minna.

30. maí 2006 : Afmælismót í Vin

Afmælissöngurinn var fluttur til heiðurs Guttesen.
Til heiðurs Kristians Guttesen var haldið afmælismót í blíðviðrinu fyrir utan Vin, athvarf Rauða krossins, Hverfisgötu 47, í gær mánudaginn 29. maí.

Þátttakendur voru sjö talsins og umferðirnar urðu aðeins þrjár og hálf því kaffi og terta þoldu ekki langa bið. Kristian hefur verið ötulasti liðsmaður Hróksins við að heimsækja Vin undanfarin tvö ár og staðið að æfingum og uppákomum þar en félagar í Hróknum hafa komið þar á mánudögum nú í tæp þrjú ár.

26. maí 2006 : Deild 12 hreppti Hróksbikarinn

Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra og verndari skákfélags Vinjar opnaði mótið með hraðskák gegn Gunnari Gestssyni.
Skákfélagið Hrókurinn og skákfélag Vinjar, athvarfs Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, stóðu fyrir skákmóti milli geðdeilda sl. þriðjudag í hátíðarsal Kleppsspítala. Sex lið mættu til leiks og voru tefldar fimm umferðir þar sem umhugsunartími var fimm mínútur.

Deild 12 sigraði annað árið í röð og gera má ráð fyrir að Hróksbikarinn, sem keppt var um, fái virðulega staðsetningu þar innandeildar.

Keppnin var endurvakin á sl. ári eftir að hafa legið niðri í ríflega áratug. Sex þriggja manna lið tóku þátt að þessu sinni, mönnuð starfsmönnum og fólki sem tengst hefur einhverri deild undanfarin ár.

29. mar. 2006 : Pennamót með glæsibrag

Guðbjörg Sveinsdóttir tekur við skáksettum úr höndum þeirra Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur forseta Skáksambands Íslands og Hrafni Jökulssyni fyrrum forseta Hróksins. Skákfélag Vinjar mun koma þeim fyrir í athvörfum og sambýlum fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu á næstunni.
Mánudaginn 20. mars héldu skákfélag Vinjar og Hrókurinn ?Pennamótið? í Vin. Fjórtán manns tóku þátt og voru tefldar fjórar hraðskákir eftir svissnesku fyrirkomulagi.

Meðal þátttakenda voru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands, Hrafn Jökulsson fyrrverandi forseti Hróksins, Elsa María Þorfinnsdóttir íslandsmeistari stúlkna í skólaskák og fleiri góðir gestir. Elsa María varð í þriðja sæti á mótinu og Hrafn í öðru sæti. Bjarni Sæmundsson vann hins vegar allar sínar skákir og var krýndur Pennameistari í skák

22. feb. 2006 : Guðmundur Valdimar varð JPV meistari Hróksins og Vinjar

Kristian Guttesen liðsmaður Hróksins afhendir fyrstu verðlaunin í hendur Guðmundar Valdimars.
Mánudaginn 20. febrúar var haldið JPV mót Hróksins í Vin í tilefni af 13 ára afmæli Vinjar. Tefldar voru fjórar skákir og á eftir snæddu menn kökur og kaffi í boði hússins. Sigurvegari mótsins og þar með krýndur JPV meistari Hróksins og Vinjar varð Guðmundur Valdimar Guðmundsson.

JPV útgáfa veitti veglega vinninga á mótinu auk þess sem forlagið gaf húsinu hið einstaka stórvirki Jörðina, sem út kom fyrir síðustu jól, og hefur að geyma yfirgripsmikla umfjöllun um jörðina í öllum sínum mikilfeng og fegurð.

23. des. 2005 : Bönd Íslendinga og Austur - Grænlendinga styrkt í óviðjafnanlegri ferð til Tasiilaq

Arnar var einn leiðangursmanna í ferð með skákfélaginu Hróknum til Grænlands.

23. des. 2005 : Jólamót Vinjar haldið með glæsibrag

Róbert Harðarson færir Skákfélagi Vinjar skákbækur frá Hróknum.
Á dögunum var haldið glæsilegt jólaskákmót í Vin en skákfélagið Hrókurinn hefur haldið utan um skákæfingar þar í á þriðja ár.

Tefldar voru fimm umferðir þar sem aðalmálið, eins og alltaf, snerist um að vera með og eiga glaðbeitt kaffispjall við náungann. Um nokkuð öflugt mót var að ræða þar sem tveir sterkir stigamenn tóku þátt: Þeir Henrik Danielsen (2520), nýjasti stórmeistari Íslendinga, og Róbert Harðarson (2361).

22. nóv. 2005 : Rausnarleg gjöf til starfsemi Vinjar

Guðbjörg Sveinsdóttir forstöðumaður Vinjar, Birna Guðbjörnsdóttir, Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða kross Íslands og Sigurjón Egilsson.
Mæðginin Sigurjón Egilsson og Birna Guðbjörnsdóttir komu færandi hendi með 300.000 króna ávísun sem gjöf til Vinjar með þakklæti fyrir hið góða starf sem þar fer fram. 

Sigurjón hefur verið fastagestur frá upphafi eða í um 12 ár og verið virkur i starfinu. Hann hefur m.a. verið í stjórn ferðafélagsins Víðsýnar. Rauði krossinn þakkar kærlega veittan stuðning og vinsemd.

Rauði kross Íslands rekur fjögur athvörf fyrir geðfatlaða. Þessum athvörfum er ætlað að veita þeim sem eiga við geðfötlun að stríða athvarf þar sem þeir geta komið og t.d. fengið sér heitan mat, lesið, málað, farið í gönguferðir o.s.frv.

15. nóv. 2005 : Gambía og Vin