4. nóv. 2004 : Skák og mát í Vin

Þátttakendur taka á móti vinningum eftir skemmtilega keppni.
Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti skákæfingum í Vin, einu fjögurra athvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, í vel á annað ár. Guðmundur Jónas Haraldsson hefur séð um æfingar á hverjum mánudegi.

Stórmeistarar hafa verið nokkuð tíðir gestir og teflt fjöltefli og stundum verið með skákskýringar og kennslu og hefur Henrik Danielsen hinn danski komið nokkrum sinnum. Þá hafa Friðrik Ólafsson, Róbert Harðarson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Tomas Oral hinn tékkneski og fleiri spreytt sig við félaga í Skákklúbbi Vinjar og fengið harða keppni.