23. des. 2005 : Bönd Íslendinga og Austur - Grænlendinga styrkt í óviðjafnanlegri ferð til Tasiilaq

Arnar var einn leiðangursmanna í ferð með skákfélaginu Hróknum til Grænlands.

23. des. 2005 : Jólamót Vinjar haldið með glæsibrag

Róbert Harðarson færir Skákfélagi Vinjar skákbækur frá Hróknum.
Á dögunum var haldið glæsilegt jólaskákmót í Vin en skákfélagið Hrókurinn hefur haldið utan um skákæfingar þar í á þriðja ár.

Tefldar voru fimm umferðir þar sem aðalmálið, eins og alltaf, snerist um að vera með og eiga glaðbeitt kaffispjall við náungann. Um nokkuð öflugt mót var að ræða þar sem tveir sterkir stigamenn tóku þátt: Þeir Henrik Danielsen (2520), nýjasti stórmeistari Íslendinga, og Róbert Harðarson (2361).

22. nóv. 2005 : Rausnarleg gjöf til starfsemi Vinjar

Guðbjörg Sveinsdóttir forstöðumaður Vinjar, Birna Guðbjörnsdóttir, Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða kross Íslands og Sigurjón Egilsson.
Mæðginin Sigurjón Egilsson og Birna Guðbjörnsdóttir komu færandi hendi með 300.000 króna ávísun sem gjöf til Vinjar með þakklæti fyrir hið góða starf sem þar fer fram. 

Sigurjón hefur verið fastagestur frá upphafi eða í um 12 ár og verið virkur i starfinu. Hann hefur m.a. verið í stjórn ferðafélagsins Víðsýnar. Rauði krossinn þakkar kærlega veittan stuðning og vinsemd.

Rauði kross Íslands rekur fjögur athvörf fyrir geðfatlaða. Þessum athvörfum er ætlað að veita þeim sem eiga við geðfötlun að stríða athvarf þar sem þeir geta komið og t.d. fengið sér heitan mat, lesið, málað, farið í gönguferðir o.s.frv.

15. nóv. 2005 : Gambía og Vin

29. ágú. 2005 : Hrókurinn byggir upp barnastarf á Grænlandi

Arnar Valgeirsson fór sem fulltrúi Rauða kross Íslands með Hróknun til Grænlands.

3. ágú. 2005 : Í blaki í sól og sumaryl

21. jún. 2005 : Stuðningur við geðsjúka í Gambíu

Í Fataflokkunarstöð Rauða krossins þar sem gengið var frá sendingunni til Gambíu.
Gestir og starfsfólk Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða, hafa undanfarnar vikur fyllt gám af vörum sem verður síðan sendur á geðsjúkrahús í Banjul í Gambíu. Leitað var til fyrirtækja og fóru í gáminn efnisafgangar, saumavélar og tæki til að nota við saumaskapinn, stílabækur og blýantar. Einnig var laumað með persónulegum gjöfum og bréfum frá Vinjarfólkinu.

Gestir Vinjar hafa verið í bréfasambandi við geðsjúka í Banjul. Á síðastliðnu hausti kom sjálfboðaliði frá gambíska Rauða krossinum í Banjul í heimsókn í Vin og fræddi þau um land og þjóð og aðstæður geðsjúkra á svæðinu. Hann fór síðan heim með bréf, myndir, fræ, tónlist, myndbönd og gjafir handa sjúklingunum á geðsjúkrahúsinu.

26. maí 2005 : Vormót skákfélags Vinjar

Þeir Alfonso og Grétar voru í þungum þönkum á Vormótinu.
Skákmót var haldið í Vin mánudaginn 23. maí. Alls tefldu þrettán manns fimm umferðir eftir Monradkerfi, þar sem umhugsunartíminn var sjö mínútur.

Það var skákfélagið Hrókurinn sem átti veg og vanda að mótinu en Hróksmenn koma á mánudögum og halda utan um skákiðkun í Vin, sem er eitt athvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða.

Mótið gekk vel en mönnum misvel, eins og gengur. Stórmeistarinn Henrik Danielsen keppti sem gestur og fékk að hafa fyrir hlutunum.

8. feb. 2005 : Vin heldur upp á 12 ára starfsemi

Hrafn Jökulsson Hróksformaður og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tefla á skákmótinu í Vin á sl. ári.
Í dag eru 12 ár liðin síðan Vin, athvarf fyrir geðfatlaða, hóf starfsemi sína á Hverfisgötunni. Á afmælisdaginn verður heitt á könnunni fyrir þá sem vilja heimsækja Vin og kynna sér athvarfið. Allir eru velkomnir.

Í Vin er starfandi skákfélag sem hefur undanfarin tvö árin verið í samstarfi við skákfélagið Hrókinn. Í gær var haldið skákmót þar sem átta keppendur tóku þátt. Tefldar voru 7 mínútna skákir eftir Monrad kerfi. Allir keppendur fengu verðlaun en efstu fjögur sætin hrepptu: Hendrik Danielsen stórmeistari, Rafn Jónsson, Kristian Guttesen og Örn Sigurðsson. Penninn, JPV útgáfa og Skífan gáfu vinningana. Mótinu var stýrt af Hrafni Jökulssyni og Róberti Harðarsyni.