8. feb. 2005 : Vin heldur upp á 12 ára starfsemi

Hrafn Jökulsson Hróksformaður og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tefla á skákmótinu í Vin á sl. ári.
Í dag eru 12 ár liðin síðan Vin, athvarf fyrir geðfatlaða, hóf starfsemi sína á Hverfisgötunni. Á afmælisdaginn verður heitt á könnunni fyrir þá sem vilja heimsækja Vin og kynna sér athvarfið. Allir eru velkomnir.

Í Vin er starfandi skákfélag sem hefur undanfarin tvö árin verið í samstarfi við skákfélagið Hrókinn. Í gær var haldið skákmót þar sem átta keppendur tóku þátt. Tefldar voru 7 mínútna skákir eftir Monrad kerfi. Allir keppendur fengu verðlaun en efstu fjögur sætin hrepptu: Hendrik Danielsen stórmeistari, Rafn Jónsson, Kristian Guttesen og Örn Sigurðsson. Penninn, JPV útgáfa og Skífan gáfu vinningana. Mótinu var stýrt af Hrafni Jökulssyni og Róberti Harðarsyni.