26. maí 2005 : Vormót skákfélags Vinjar

Þeir Alfonso og Grétar voru í þungum þönkum á Vormótinu.
Skákmót var haldið í Vin mánudaginn 23. maí. Alls tefldu þrettán manns fimm umferðir eftir Monradkerfi, þar sem umhugsunartíminn var sjö mínútur.

Það var skákfélagið Hrókurinn sem átti veg og vanda að mótinu en Hróksmenn koma á mánudögum og halda utan um skákiðkun í Vin, sem er eitt athvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða.

Mótið gekk vel en mönnum misvel, eins og gengur. Stórmeistarinn Henrik Danielsen keppti sem gestur og fékk að hafa fyrir hlutunum.