23. des. 2005 : Bönd Íslendinga og Austur - Grænlendinga styrkt í óviðjafnanlegri ferð til Tasiilaq

Arnar var einn leiðangursmanna í ferð með skákfélaginu Hróknum til Grænlands.

23. des. 2005 : Jólamót Vinjar haldið með glæsibrag

Róbert Harðarson færir Skákfélagi Vinjar skákbækur frá Hróknum.
Á dögunum var haldið glæsilegt jólaskákmót í Vin en skákfélagið Hrókurinn hefur haldið utan um skákæfingar þar í á þriðja ár.

Tefldar voru fimm umferðir þar sem aðalmálið, eins og alltaf, snerist um að vera með og eiga glaðbeitt kaffispjall við náungann. Um nokkuð öflugt mót var að ræða þar sem tveir sterkir stigamenn tóku þátt: Þeir Henrik Danielsen (2520), nýjasti stórmeistari Íslendinga, og Róbert Harðarson (2361).