22. feb. 2006 : Guðmundur Valdimar varð JPV meistari Hróksins og Vinjar

Kristian Guttesen liðsmaður Hróksins afhendir fyrstu verðlaunin í hendur Guðmundar Valdimars.
Mánudaginn 20. febrúar var haldið JPV mót Hróksins í Vin í tilefni af 13 ára afmæli Vinjar. Tefldar voru fjórar skákir og á eftir snæddu menn kökur og kaffi í boði hússins. Sigurvegari mótsins og þar með krýndur JPV meistari Hróksins og Vinjar varð Guðmundur Valdimar Guðmundsson.

JPV útgáfa veitti veglega vinninga á mótinu auk þess sem forlagið gaf húsinu hið einstaka stórvirki Jörðina, sem út kom fyrir síðustu jól, og hefur að geyma yfirgripsmikla umfjöllun um jörðina í öllum sínum mikilfeng og fegurð.