29. mar. 2006 : Pennamót með glæsibrag

Guðbjörg Sveinsdóttir tekur við skáksettum úr höndum þeirra Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur forseta Skáksambands Íslands og Hrafni Jökulssyni fyrrum forseta Hróksins. Skákfélag Vinjar mun koma þeim fyrir í athvörfum og sambýlum fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu á næstunni.
Mánudaginn 20. mars héldu skákfélag Vinjar og Hrókurinn ?Pennamótið? í Vin. Fjórtán manns tóku þátt og voru tefldar fjórar hraðskákir eftir svissnesku fyrirkomulagi.

Meðal þátttakenda voru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands, Hrafn Jökulsson fyrrverandi forseti Hróksins, Elsa María Þorfinnsdóttir íslandsmeistari stúlkna í skólaskák og fleiri góðir gestir. Elsa María varð í þriðja sæti á mótinu og Hrafn í öðru sæti. Bjarni Sæmundsson vann hins vegar allar sínar skákir og var krýndur Pennameistari í skák