13. jún. 2006 : Hrókeringar, fórnir og fléttur hjá spennumeistara Alistair Maclean

16 manns mættu til leiks á Alistair Maclean mót Hróksins og skákfélags Vinjar, mánudaginn 12. júní.

Þar sem þrjú ár eru um þessar mundir síðan Hrókurinn fór að venja komur sínar í Vin, athvarf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, var mót þetta haldið og tókst það afar vel.

Tefldar voru fimm umferðir eftir monradkerfi og hafði landsliðsmaðurinn og stórmeistarinn Henrik Danielsen sigur með fullt hús stiga.

Með 3 ½ vinning komu svo Björn Sölvi Sigurjónsson, Kjartan Guðmundsson, Róbert Harðarson og Guðmundur Valdimar Guðmundsson, sem var í miklu stuði á mótinu. sjötta sæti varð Elsa María Þorfinnsdóttir með þrjá vinninga og aðrir minna.