8. okt. 2007 : Skemmtun í Perlunni í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins

Alþjóði geðheilbrigðisdagurinn var haldinn hátíðlegur í gær með glæsilegri samkomu í Perlunni. Fjöldinn allur af félögum og stofnunum sem starfa að málefnum geðheilbrigðis kynntu starfsemi sína. Þar á meðal var Rauði krossinn sem lagði áherslu á kynningu athvarfanna á höfuðborgarsvæðinu, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Læk í Hafnarfirði.
 
Skákfélag Vinjar hélt hraðskákmót í samvinnu við Hrókinn. Guðfríður Lilja Grétardóttir forseti Skáksambands Íslands flutti stutt ávarp og setti mótið formlega. Heiðar Ingi Svansson, markaðsstjóri Forlagsins, sem gaf glæsilega bókavinninga á mótið, lék svo fyrsta leikinn á mótinu. Gunnar Freyr Rúnarsson sigraði og lagði alla sína

1. okt. 2007 : Grænlenskir krakkar í sundferð

Rauði krossinn fékk skemmtilega heimsókn. Þar voru á ferðinni 25 grænlenskir krakkar á tólfta ári ásamt fararstjórum, sem dvalið hafa i Kópavogi og eru að læra að synda.

Heimsókn krakkanna til Íslands er í beinu framhaldi af ferðum skákfélagsins Hróksins til austurstrandar Grænlands undanfarin fjögur ár. Þar hafa verið gefin hátt í þúsund skáksett og skákin kynnt fyrir innfæddum sem þekktu lítið til hennar áður. Engar sundlaugar eru á Austur-Grænlandi, aðeins er ein í þessu stóra landi og er hún í Nuuk, höfuðborginni á vesturströndinni.