26. mar. 2009 : Skákfélag Vinjar á Íslandsmótinu á Akureyri

Félagar í Skákfélagi Vinjar lögðu land undir hjól og óku norður á Akureyri um sl. helgi. Þátttaka í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga var verkefnið en sex manns fóru þessa ferð. Í félaginu eru reyndar skráðir 25 einstaklingar en ekki höfðu margir möguleika á að fara til höfuðborgar norðurlands að þessu sinni, þó mun fleiri hafi skipst á að tefla í fyrri hluta mótsins sem fram fór í Rimaskóla sl. haust.

Væntingar voru nokkrar, enda liðið í sjöunda sæti af þrjátíu liðum í fjórðu deild þegar keppnin hófst. Tvo sterka menn vantaði þó í liðið svo brugðið gat til beggja vona. Svo fór reyndar að færri vinningar komu í hús en vonast hafði verið eftir þannig að liðið endaði um miðja deild.

10. mar. 2009 : Vorið komið í Vin

Vormót Skákfélags Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, fór fram mánudaginn 9. mars í Vin að Hverfisgötunni.