4. jún. 2010 : sumarmót og skákskýringar í Vin

Óli B. Þórs, hinn síðhærði skákvíkingur, verður með skýringu á einni af sínum uppáhalds skákum í Vin á mánudaginn, 7. júní kl. 13:00
Það tekur 20-30 mínútur og af því loknu verður haldið sumarmót Skákfélags Vinjar undir stjórn þeirra félaga Óla og Róberts Lagerman.

Tefldar verða 5-6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og Bókaforlagið Bjartur hefur gefið vinninga fyrir efstu sætin og auk þess verða dregnir út happadrættisvinningar.

Boðið verður upp á kaffi að sjálfsögðu og þvílíkt vinalegt andrúmsloft, þó baráttan verði hörð.
Vin er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík og er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossi Íslands. Síminn er 561-2612 en skráning á staðnum og mótið algjörlega opið öllum.