27. júl. 2010 : Víðsýn á víkingaslóðum

Þann 22. júli héldu félagar í ferðafélaginu Víðsýn og Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir,  í dagsferð. Var förinni heitið að Eiríksstöðum í Dölunum til þess að skoða víkingasafnið þar.

Alls voru 28 félagar Víðsýnar og Vinjar með í för.

21. júl. 2010 : Æsispennandi afmælismót í Vin

Tuttugu og sex þátttakendur skráðu sig til leiks í sólarblíðunni við Hverfisgötuna á mánudaginn, þegar skákmót var haldið til heiðurs afmælisbarni mánaðarins, Magnúsi Matthíassyni, fráfarandi varaforseta Skáksambands Íslands, en hann varð fjörutíu og fimm ára fyrr í mánuðinum.

Næst fjölmennasta mót í sögu skákfélags Vinjar, sem haldið er í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, var staðreynd og líflegt við borðin enda teflt bæði inni og úti.