8. des. 2011 : Jólaskákmót í Vin

29. nóv. 2011 : Jólabasar í Vin

5. okt. 2011 : Fjölskyldu sundrað

7. sep. 2011 : Skemmtilegt afmælismót í Vin

Alþjóðlegi meistarinn Haukur Angantýsson sigraði á afmælismóti Ingibjargar Eddu Birgisdóttur í Vin –athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Mótið var afar hressilegt enda vel skipað og góðir gestir í heimsókn. Skákstjórinn hann Stefán Bergsson varð annar og Hjálmar Sigurvaldason átti flott mót og varð þriðji í mótinu. Ingibjörg hefur verið dugleg að mæta á æfingar og mót í Vin og hún hélt utan um skákina í sumar. Þessi fyrrum Íslandsmeistari kvenna sem er komin aftur eftir langt hlé mun tefla með Selfyssingum í vetur.

Hinn geðþekki borgarfulltrúi Óttarr Proppé setti mótið með nokkrum afar vel völdum orðum og lék fyrsta leikinn fyrir Grétar Sigurólason sem tefldi gegn afmælisbarninu. Það var þó ekki gert fyrr en Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðukona athvarfsins, hafði fært Ingu afmælisgjöf með hlýjum orðum.

2. sep. 2011 : Afmælismót Ingibjargar Eddu í Vin á mánudaginn

Mánudaginn 5. september, klukkan 13:00, heldur Skákfélag Vinjar mót til heiðurs afmælisbarni dagsins, henni Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, sem verður tuttugu og sjö vetra. Inga var rétt búin að taka upp fermingargjafirnar þegar hún varð Íslandsmeistari kvenna, í fyrra skiptið, en tók svo langa pásu frá skákinni. Hún hefur nú komið til baka með offorsi og teflir með Skákfélagi Selfoss og nágrennis í vetur. Auk þess var hún kjörin í stjórn Skáksambandsins nú í vor.

Inga hefur haldið utan um skákina í Vin að miklu leyti í sumar og á skilið almennilegt mót. Hinn geðþekki borgarfulltrúi og formaður hverfisráðs miðborgar, fulltrúi í menntaráði og varamaður annarra ráða, Óttarr Ó. Proppé, mun heiðra keppendur og Vinjarfólk með heimsókn í athvarfið. Óttarr mun setja mótið auk þess að leika fyrsta leikinn. 

26. júl. 2011 : Metþátttaka á þjóðhátíðadagamóti Skákfélags Vinjar

Norrænt þema var á stórmóti Skákfélags Vinjar þann 18. júlí. Haldið var sameiginlega upp á þjóðhátiðadaga norðurlandanna enda meðaltalið um þetta leyti. Vinningar voru glæsilegir, m.a. Millenium þríleikurinn eftir hinn sænska Stieg Larson, „Der er så mange söde pi´r“, danskur safndiskur úr toppen af poppen seríunni, íslenskar bækur og 40 fyrstu bækurnar um Ísfólkið eftir norska Íslandsvininn Margit Sandemo (aðeins einu sinni lesnar).

Það er skemmst frá því að segja að þátttökumet skákfélagsins sem rekið er i Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, var slegið svo um munaði því 36 manns frá 8 ára og upp í ríflega sextugt voru með. Ef ekki hefði verið vegna bongóblíðu hefði þetta varla gengið, en hægt var að tefla bæði inni og úti.

8. apr. 2011 : Gestir athvarfa Rauða krossins sýna myndlist í Kringlunni

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn 8. apríl kl. 13:30.

Rauði krossinn rekur þrjú athvörf fyrir fólk með geðraskanir á höfuðborgarsvæðinu: Vin i Reykjavík, Læk í Hafnarfirði og Dvöl í Kópavogi. Markmið athvarfanna er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma er að stríða.

17. feb. 2011 : Kærleikur og súkkulaði í Vin

Nítján manns skráðu sig til leiks á Valentínusarskákmóti í Vin á mánudaginn. Mótið hófst klukkan eitt og nokkrir öflugir skákmenn náðu ekki í tæka tíð en fylgdust með yfir kaffibolla þar sem hamingja og kærleikur réðu ríkjum undir hjartalaga skreytingum til að byrja með. Þangað til menn fóru að rústa og drepa og berja á klukkur.

Eiríkur Ágúst frá Bókinni ehf, sérfræðingur í rómantík og bókmenntum, setti mótið með Valentínusarkvæði dagsins:
Sátu tvö að tafli þar,                 
taflsóvön í sóknum.               
Afturábak og áfram var,                       
einum leikið hróknum.

 

26. jan. 2011 : Farsælt samstarf Rauða krossins og Alþjóðlegra Ungmennaskipta (AUS)

Erlendir sjálfboðaliðar hafa í mörg ár lagt Rauða krossinum lið hér á landi í gegnum AUS, alþjóðleg ungmennaskipti. Athvörf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, Vin, Dvöl og Laut, hafa notið góðs af samstarfinu í gegnum árin. Sjálfboðaliðar AUS vinna fullan vinnudag í sínu athvarfi og ganga í flest störf. Hver sjálfboðaliði vinnur í hálft til eitt ár og ánægja hefur verið með starf þeirra. Aðkoma þeirra er góð í félagslegu tilliti sem gestir og starfsmenn hafa notið verulega góðs af.

„Samtökin okkar hafa verið til í 50 ár og að minnsta kosti frá 1992 hafa sjálfboðaliðar verið í Rauða krossinum en búast má við að það nái eitthvað lengra aftur,“ segir Katrín Pálsdóttir framkvæmdastjóri AUS á Íslandi.

18. jan. 2011 : Jónas nýársmeistari í Vin

Sextán þátttakendur voru mættir til leiks þegar Skákfélag Vinjar hélt mót til heiðurs nýju ári í gær, mánudag. Tefldar voru 6 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma þar sem Björn Þorfinnsson stjórnaði, paraði og tefldi eins og engill – næstum allan tímann.

Hrafn Jökulsson, sem því miður átti ekki heimangengt í gær, gaf glæsilega ljósmyndabók sína: „Við ysta haf – Mannlíf og náttúra í Árneshreppi á Ströndum“ fyrir efstu sætin þrjú.

Kaffiveitingar voru að sjálfsögðu í miðju móti til að peppa liðið upp. Björn leiddi fram að síðustu umferð þar sem  hann misreiknaði riddarafórn í blálokin gegn Páli Andrasyni sem er að leggja hvern meistarann af öðrum þessa dagana.

12. jan. 2011 : Skákfélag Vinjar fær lofsamlega umfjöllun

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands og ritstjóri skak.is, sem er langvinsælasta skáksíða landsins með sennilega um þúsund innlit daglega, gerir upp skákárið 2010 í skemmtilegum áramótapistli á síðunni. Þar lýsir hann sorgum og sigrum landans og nefnir til sögunnar; besta og efnilegasta skákfólk landsins, skákmót og viðburði, félög, uppákomur ýmiskonar o.s.fr.

Fer Gunnar fögrum orðum um Skákfélag Vinjar og eftir að hafa kosið skákfélagið Goðann, kannski nokkuð óvænt, taflfélag ársins, þá segir orðrétt: