26. jan. 2011 : Farsælt samstarf Rauða krossins og Alþjóðlegra Ungmennaskipta (AUS)

Erlendir sjálfboðaliðar hafa í mörg ár lagt Rauða krossinum lið hér á landi í gegnum AUS, alþjóðleg ungmennaskipti. Athvörf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, Vin, Dvöl og Laut, hafa notið góðs af samstarfinu í gegnum árin. Sjálfboðaliðar AUS vinna fullan vinnudag í sínu athvarfi og ganga í flest störf. Hver sjálfboðaliði vinnur í hálft til eitt ár og ánægja hefur verið með starf þeirra. Aðkoma þeirra er góð í félagslegu tilliti sem gestir og starfsmenn hafa notið verulega góðs af.

„Samtökin okkar hafa verið til í 50 ár og að minnsta kosti frá 1992 hafa sjálfboðaliðar verið í Rauða krossinum en búast má við að það nái eitthvað lengra aftur,“ segir Katrín Pálsdóttir framkvæmdastjóri AUS á Íslandi.

18. jan. 2011 : Jónas nýársmeistari í Vin

Sextán þátttakendur voru mættir til leiks þegar Skákfélag Vinjar hélt mót til heiðurs nýju ári í gær, mánudag. Tefldar voru 6 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma þar sem Björn Þorfinnsson stjórnaði, paraði og tefldi eins og engill – næstum allan tímann.

Hrafn Jökulsson, sem því miður átti ekki heimangengt í gær, gaf glæsilega ljósmyndabók sína: „Við ysta haf – Mannlíf og náttúra í Árneshreppi á Ströndum“ fyrir efstu sætin þrjú.

Kaffiveitingar voru að sjálfsögðu í miðju móti til að peppa liðið upp. Björn leiddi fram að síðustu umferð þar sem  hann misreiknaði riddarafórn í blálokin gegn Páli Andrasyni sem er að leggja hvern meistarann af öðrum þessa dagana.

12. jan. 2011 : Skákfélag Vinjar fær lofsamlega umfjöllun

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands og ritstjóri skak.is, sem er langvinsælasta skáksíða landsins með sennilega um þúsund innlit daglega, gerir upp skákárið 2010 í skemmtilegum áramótapistli á síðunni. Þar lýsir hann sorgum og sigrum landans og nefnir til sögunnar; besta og efnilegasta skákfólk landsins, skákmót og viðburði, félög, uppákomur ýmiskonar o.s.fr.

Fer Gunnar fögrum orðum um Skákfélag Vinjar og eftir að hafa kosið skákfélagið Goðann, kannski nokkuð óvænt, taflfélag ársins, þá segir orðrétt: